Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 87-66 | Haukar mæta með átta sigra í röð inn í úrslitakeppnina Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 10. mars 2016 21:00 Kári Jónsson, leikmaður Hauka. vísir/ernir Haukar áttu í engum vandræðum með að vinna sinn áttunda leik í röð í Dominos-deild karla þegar liðið vann öruggan sigur á föllnum Hattarmönnum í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur urðu 87-66. Heimamenn náðu strax góðu forskoti sem þeir létu aldrei að hendi, en gestirnir frá Egilsstöðum voru mjög slakir í fyrsta leikhluta. Lokatölur urðu, eins og áður segir, sigur Hauka og þeir því að vinna áttunda leikinn í röð. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, en Haukarnir voru fastir í fjórða sætinu og Hattarmenn voru fallnir. Leikurinn bar þess keim og voru bæði lið ekki að hitta vel. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta og voru yfir að honum loknum, 28-13, en Brandn Mobley var með 13 af 28 stigum Hauka. Í öðrum leikhluta mættu gestirnir örlítið sterkari til leiks og smá værukærð færðist yfir Haukaliðið enda með mikið forskot og kannski ekki að miklu að keppa, en þeir gátu þó með sigri unnið sinn áttunda leik í röð og haldið áfram mikilli sigurgöngu sinni. Gestirnir unnu leikhluta númer tvö, 13-12, og staðan í hálfleik 40-26. Þriggja stiga skot beggja liða voru ekki að detta í fyrri hálfleik, en Haukarnir - þetta frábæra skotlið voru 4 af 12 í fyrri hálfleik og gestirnir frá Egilsstöðum hittu keki úr einum þrist í fyrri hálfleik úr níu tilraunum. Gestirnir byrjuðu vel í fjórða leikhluta, en náðu þó bara mest að minnka muninn í níu stig. Nær komust þeir ekki í þriðja leikhluta og Haukarnir stigu á bensíngjöfina um miðjan leikhlutann. Þeir slitu sig algjörlega frá gestunum og voru sautján stigum yfir þegar þriðji leikhluti var allur, 61-44. Í fjórða leikhlutanum voru úrslitin ráðin og bæði lið léku sér nánast að spila. Kári Jónsson sá um að halda áhorfendum á tánum með að negla niður tveimur þristum á skömmu millibili, en Kári verið frábær á tímabilinu. Að endingu unnu svo heimamenn sinn áttunda sigur í röð í Dominos-deildinni, 87-66, og koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina þar sem þeir mæta annað hvort Þór Þorlákshöfn. Haukarnir skelltu Þór á dögunum í deildarkeppninni, en Þór sló Haukana út úr Powerade-bikarnum og Ívar Ásgrímsson sagði í samtali við Vísi eftir leikinn að þeir ætluðu ekki að láta þá slá sig út úr úrslitakeppninni líka. Liðin enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Allir leikmenn Hauka fengu að spreyta sig í kvöld, en Brandon Mobley var frábær. Þegar Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega fundu þeir hann undir körfunni og hann skoraði nánast að vild, en hann endaði með að skora 28 stig og taka sextán fráköst. Næstur kom Kári með 18 stig. Þetta var síðasti leikur Hattarmanna í efstu deild í bili, en þeir munu leika í fyrstu deild á næstu leiktíð. Þeir gerðu ekki nóg til að halda sér í deild þeirra bestu, en þeir unnu einungis þrjá leiki í deildinni vetur. Þeirra besti leikmaður í vetur, Tobin Carberry, var stigahæstur hjá þeim í kvöld með 29 stig og ellefu fráköst.Bein lýsing: Haukar - HötturÍvar Ásgrímsson og lærisveinar hans eru með átta sigra í röð.vísir/valliÍvar: Við eigum harma að hefna „Menn voru frekar rólegir og þar með talin bæði lið,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í leikslok, en ekkert var undir í leiknum og bar leikurinn keim af því: „Hattarmenn voru ekkert að æsa sig og þetta var rólegur leikur hjá báðum liðum, en við unnum og það er jákvætt. Þetta er áttundi sigurleikurinn í röð sem er frábært.” „Það segir að við séum með gott lið. Það er búið að vera góður stígandi í liðinu og við erum að spila vel og þurfum að halda þessu áfram og að koma á fullu gasi inn í úrslitakeppnina,” segir Ívar sem tókst að nýta breiddina vel í kvöld. „Við spiluðum á tólf leikmönnum bæði í fyrri hálfleik og síðari hálfleik. Ég var búinn að ákveða það fyrir þennan leik að spila dálítið á bekknum og leyfa fleirum að spreyta sig í dag og það gekk ágætlega.” Kristinn Jónasson kom frábær inn af bekknum í þriðja leikhlutanum og setti ellefu stig, en afhverju tók Ívar hann svo aftur útaf? „Hann var orðinn þreyttur. Hann er orðinn svo gamall kallinn að það þurfti aðeins að hvíla hann, en hann stóð sig gífurlega vel í þriðja leikhluta. Hann setti þrist og var að hitta vel,” sagði Ívar og hélt áfram að lofsama Kristinn: „Það er alltaf barátta í honum, en hann kemur alltaf inn með brjálaða baráttu. Það skiptir engu máli hvort það sé ekkert undir þá leggur hann sig alltaf fram.” Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Haukarnir eru að fara mæta Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar og Ívari líst vel á það. „Mér líst bara mjög vel á það. Við vissum það að við myndum mæta á móti mjög góðu liði; liði sem er að enda í fimmta sæti og það er ljóst að það sé gott lið. Við bíðum spenntir eftir því, en þeir slógu okkur út úr bikarnum og við eigum harma að hefna. Við ætlum ekki að láta þá slá okkur út úr þessu líka.” Haukarnir hafa stefnt leynt og ljóst að því að fara alla leið og Ívar sagði að það væri markmiðið. „Já, við erum búnir að gefa það upp að við ætlum okkur að komast alla leið, en fyrsta skrefið er Þór Þorlákshöfn og nú þurfum við að einbeita okkur dálíitð að því,” sagði Ívar að lokum.Hattar-menn léku sinn síðasta leik í efstu deild í bili í kvöld. Viðar Örn, þjálfari, gat tekið þó eitthvað jákvætt í leikslok.vísir/antonViðar: Þetta var eins og léleg æfing „Þetta var leiðinlega flatt. Ég hefði viljað sjá okkur koma hérna í síðasta leik og sýna smá stolt og reyna að berjast að njóta þess, en við náðum aldrei að rífa okkur upp. Þetta var nú bara eins og léleg æfing, því miður,” sagði niðurlútur Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í leikslok. „Haukarnir hittu vel í byrjun og við vorum á hálfum hraða varnarlega. Þeir eru með mjög gott lið og þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni. Við hefðum þurft að koma með okkar besta leik ef við hefðum ætlað að eiga einhvern séns hér í dag.” „Þetta var búið hjá okkur fyrir tveimur leikjum síðan og það er búið að vera erfitt að pumpa sig upp í þetta. Þetta bar þess mjög mikið merki hér í kvöld,” en hvernig lítur Viðar á tímabilið? Einungis þrír sigurleikir og liðið á leið aftur í fyrstu deild eftir eitt ár í efstu deild: „Þú ert örugglega búinn að sjá ef þú hefur eitthvað kveikt á sjónvarpinu í vetur að ég er hundfúll. Það er kannski allt í lagi að maður taki Skúla fúla í burtu og við höfum gert margt jákvætt í vetur. Það vantaði lítið uppá stundum og við erum með óreynt lið og óþroskað í efstu deild.” „Við getum tekið það jákvæða út úr þessu að menn hafi verið að nálgast það level sem er verið að spila á í efstu deild og bersýnilega erum við ekki komnir á það ennþá því við föllum úr deildinin, en vonandi getum við haldið áfram að vinna í okkar leik.” „Ég hvet þessa stráka til að nýta sumarið og halda áfram þar sem við teflum fram tiltölulega ungu liði og mörgum óreyndum leikmönnum sem eiga mikið svigrúm til bætinga. Ég ætla að hvetja þá til að leggja allt í sölurnar og bæta sinn leik og nálgast þá bestu.” „Við vorum ekki nægilega góðir í efstu deild. Ég er á mínu fyrsta ári í efstu deild og ég gerði fullt af mistökum sem ég tel mig vera að læra af og þroskandi fyrir okkur alla; okkur leikmennina, félagið og sveitafélagið í heild.” Samningur Viðars við Hattar-menn rennur út nú þegar tímabilinu lýkur, en hann segir að viðræður séu farnar af stað varðandi næsta tímabil. „Það er óráðið. Ég er með samning út þetta tímabil og það er ekkert fast í hendi, en það eru komnar einhverjar umræður um það sem og einhverja leikmenn. Það er eitthvað sem maður hefur ýtt aðeins á undan sér þangað til þetta er búið og við skoðum það,” en hefur hann áhuga að vera áfram á Egilsstöðum? „Ég hef áhuga á að þjálfa körfubolta áfram og ég er búinn að vera fimm ár með Hattarliðið; fjögur í fyrstu og eitt í efstu deild. Ég ætla að hrósa félaginu og stjórninni. Þetta er orðið miklu betra þarna fyrir austan heldur en þetta var þegar ég byrjaði fyrir fimm árum.” „Fólkið sem er í stjórninni leggur á sig hellings vinnu og er að gera þetta betur. Við viljum nálgast það að vera klúbbur sem getur haldið sér í efstu deild og við eigum töluvert í land.” „Mig langar að ná langt í þessu, en hvort sem það tekst eða ekki verður að komast í ljós og hvort það verður á Egilsstöðum eða annarsstaðar þá mun ég leggja mig allan fram í að ná árangri,” sagði málglaður VIðar að loum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Haukar áttu í engum vandræðum með að vinna sinn áttunda leik í röð í Dominos-deild karla þegar liðið vann öruggan sigur á föllnum Hattarmönnum í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur urðu 87-66. Heimamenn náðu strax góðu forskoti sem þeir létu aldrei að hendi, en gestirnir frá Egilsstöðum voru mjög slakir í fyrsta leikhluta. Lokatölur urðu, eins og áður segir, sigur Hauka og þeir því að vinna áttunda leikinn í röð. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, en Haukarnir voru fastir í fjórða sætinu og Hattarmenn voru fallnir. Leikurinn bar þess keim og voru bæði lið ekki að hitta vel. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta og voru yfir að honum loknum, 28-13, en Brandn Mobley var með 13 af 28 stigum Hauka. Í öðrum leikhluta mættu gestirnir örlítið sterkari til leiks og smá værukærð færðist yfir Haukaliðið enda með mikið forskot og kannski ekki að miklu að keppa, en þeir gátu þó með sigri unnið sinn áttunda leik í röð og haldið áfram mikilli sigurgöngu sinni. Gestirnir unnu leikhluta númer tvö, 13-12, og staðan í hálfleik 40-26. Þriggja stiga skot beggja liða voru ekki að detta í fyrri hálfleik, en Haukarnir - þetta frábæra skotlið voru 4 af 12 í fyrri hálfleik og gestirnir frá Egilsstöðum hittu keki úr einum þrist í fyrri hálfleik úr níu tilraunum. Gestirnir byrjuðu vel í fjórða leikhluta, en náðu þó bara mest að minnka muninn í níu stig. Nær komust þeir ekki í þriðja leikhluta og Haukarnir stigu á bensíngjöfina um miðjan leikhlutann. Þeir slitu sig algjörlega frá gestunum og voru sautján stigum yfir þegar þriðji leikhluti var allur, 61-44. Í fjórða leikhlutanum voru úrslitin ráðin og bæði lið léku sér nánast að spila. Kári Jónsson sá um að halda áhorfendum á tánum með að negla niður tveimur þristum á skömmu millibili, en Kári verið frábær á tímabilinu. Að endingu unnu svo heimamenn sinn áttunda sigur í röð í Dominos-deildinni, 87-66, og koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina þar sem þeir mæta annað hvort Þór Þorlákshöfn. Haukarnir skelltu Þór á dögunum í deildarkeppninni, en Þór sló Haukana út úr Powerade-bikarnum og Ívar Ásgrímsson sagði í samtali við Vísi eftir leikinn að þeir ætluðu ekki að láta þá slá sig út úr úrslitakeppninni líka. Liðin enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Allir leikmenn Hauka fengu að spreyta sig í kvöld, en Brandon Mobley var frábær. Þegar Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega fundu þeir hann undir körfunni og hann skoraði nánast að vild, en hann endaði með að skora 28 stig og taka sextán fráköst. Næstur kom Kári með 18 stig. Þetta var síðasti leikur Hattarmanna í efstu deild í bili, en þeir munu leika í fyrstu deild á næstu leiktíð. Þeir gerðu ekki nóg til að halda sér í deild þeirra bestu, en þeir unnu einungis þrjá leiki í deildinni vetur. Þeirra besti leikmaður í vetur, Tobin Carberry, var stigahæstur hjá þeim í kvöld með 29 stig og ellefu fráköst.Bein lýsing: Haukar - HötturÍvar Ásgrímsson og lærisveinar hans eru með átta sigra í röð.vísir/valliÍvar: Við eigum harma að hefna „Menn voru frekar rólegir og þar með talin bæði lið,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í leikslok, en ekkert var undir í leiknum og bar leikurinn keim af því: „Hattarmenn voru ekkert að æsa sig og þetta var rólegur leikur hjá báðum liðum, en við unnum og það er jákvætt. Þetta er áttundi sigurleikurinn í röð sem er frábært.” „Það segir að við séum með gott lið. Það er búið að vera góður stígandi í liðinu og við erum að spila vel og þurfum að halda þessu áfram og að koma á fullu gasi inn í úrslitakeppnina,” segir Ívar sem tókst að nýta breiddina vel í kvöld. „Við spiluðum á tólf leikmönnum bæði í fyrri hálfleik og síðari hálfleik. Ég var búinn að ákveða það fyrir þennan leik að spila dálítið á bekknum og leyfa fleirum að spreyta sig í dag og það gekk ágætlega.” Kristinn Jónasson kom frábær inn af bekknum í þriðja leikhlutanum og setti ellefu stig, en afhverju tók Ívar hann svo aftur útaf? „Hann var orðinn þreyttur. Hann er orðinn svo gamall kallinn að það þurfti aðeins að hvíla hann, en hann stóð sig gífurlega vel í þriðja leikhluta. Hann setti þrist og var að hitta vel,” sagði Ívar og hélt áfram að lofsama Kristinn: „Það er alltaf barátta í honum, en hann kemur alltaf inn með brjálaða baráttu. Það skiptir engu máli hvort það sé ekkert undir þá leggur hann sig alltaf fram.” Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Haukarnir eru að fara mæta Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar og Ívari líst vel á það. „Mér líst bara mjög vel á það. Við vissum það að við myndum mæta á móti mjög góðu liði; liði sem er að enda í fimmta sæti og það er ljóst að það sé gott lið. Við bíðum spenntir eftir því, en þeir slógu okkur út úr bikarnum og við eigum harma að hefna. Við ætlum ekki að láta þá slá okkur út úr þessu líka.” Haukarnir hafa stefnt leynt og ljóst að því að fara alla leið og Ívar sagði að það væri markmiðið. „Já, við erum búnir að gefa það upp að við ætlum okkur að komast alla leið, en fyrsta skrefið er Þór Þorlákshöfn og nú þurfum við að einbeita okkur dálíitð að því,” sagði Ívar að lokum.Hattar-menn léku sinn síðasta leik í efstu deild í bili í kvöld. Viðar Örn, þjálfari, gat tekið þó eitthvað jákvætt í leikslok.vísir/antonViðar: Þetta var eins og léleg æfing „Þetta var leiðinlega flatt. Ég hefði viljað sjá okkur koma hérna í síðasta leik og sýna smá stolt og reyna að berjast að njóta þess, en við náðum aldrei að rífa okkur upp. Þetta var nú bara eins og léleg æfing, því miður,” sagði niðurlútur Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í leikslok. „Haukarnir hittu vel í byrjun og við vorum á hálfum hraða varnarlega. Þeir eru með mjög gott lið og þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni. Við hefðum þurft að koma með okkar besta leik ef við hefðum ætlað að eiga einhvern séns hér í dag.” „Þetta var búið hjá okkur fyrir tveimur leikjum síðan og það er búið að vera erfitt að pumpa sig upp í þetta. Þetta bar þess mjög mikið merki hér í kvöld,” en hvernig lítur Viðar á tímabilið? Einungis þrír sigurleikir og liðið á leið aftur í fyrstu deild eftir eitt ár í efstu deild: „Þú ert örugglega búinn að sjá ef þú hefur eitthvað kveikt á sjónvarpinu í vetur að ég er hundfúll. Það er kannski allt í lagi að maður taki Skúla fúla í burtu og við höfum gert margt jákvætt í vetur. Það vantaði lítið uppá stundum og við erum með óreynt lið og óþroskað í efstu deild.” „Við getum tekið það jákvæða út úr þessu að menn hafi verið að nálgast það level sem er verið að spila á í efstu deild og bersýnilega erum við ekki komnir á það ennþá því við föllum úr deildinin, en vonandi getum við haldið áfram að vinna í okkar leik.” „Ég hvet þessa stráka til að nýta sumarið og halda áfram þar sem við teflum fram tiltölulega ungu liði og mörgum óreyndum leikmönnum sem eiga mikið svigrúm til bætinga. Ég ætla að hvetja þá til að leggja allt í sölurnar og bæta sinn leik og nálgast þá bestu.” „Við vorum ekki nægilega góðir í efstu deild. Ég er á mínu fyrsta ári í efstu deild og ég gerði fullt af mistökum sem ég tel mig vera að læra af og þroskandi fyrir okkur alla; okkur leikmennina, félagið og sveitafélagið í heild.” Samningur Viðars við Hattar-menn rennur út nú þegar tímabilinu lýkur, en hann segir að viðræður séu farnar af stað varðandi næsta tímabil. „Það er óráðið. Ég er með samning út þetta tímabil og það er ekkert fast í hendi, en það eru komnar einhverjar umræður um það sem og einhverja leikmenn. Það er eitthvað sem maður hefur ýtt aðeins á undan sér þangað til þetta er búið og við skoðum það,” en hefur hann áhuga að vera áfram á Egilsstöðum? „Ég hef áhuga á að þjálfa körfubolta áfram og ég er búinn að vera fimm ár með Hattarliðið; fjögur í fyrstu og eitt í efstu deild. Ég ætla að hrósa félaginu og stjórninni. Þetta er orðið miklu betra þarna fyrir austan heldur en þetta var þegar ég byrjaði fyrir fimm árum.” „Fólkið sem er í stjórninni leggur á sig hellings vinnu og er að gera þetta betur. Við viljum nálgast það að vera klúbbur sem getur haldið sér í efstu deild og við eigum töluvert í land.” „Mig langar að ná langt í þessu, en hvort sem það tekst eða ekki verður að komast í ljós og hvort það verður á Egilsstöðum eða annarsstaðar þá mun ég leggja mig allan fram í að ná árangri,” sagði málglaður VIðar að loum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira