Tillaga að frumvarpi er ekki frumvarp Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Krafan um breytt vinnubrögð við stjórnun landsins, breytingar í efnahagsmálum og réttlátari skiptingu fjármuna er öflug. Hún hefur lengi verið uppi en sjaldan sterkari en eftir kollsteypuna 2008. Mjög margir sjá breytingar á stjórnarskránni sem mikilvægan lið í því, ég þeirra á meðal. Þess vegna mátti fagna verkefninu sem síðasta ríkisstjórn efndi til: Endurskoðun allrar gömlu stjórnarskrárinnar og gerð nýrrar. Góður þjóðfundur 2010 og snörp lota þjóðkjörins stjórnlagaráðs skilaði af sér hæfri tillögu að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í 114 greinum, auk skýringa, í lok júlí 2011. Eigum við ekki að ræða allt málið æsingalaust?Gagnrýni er góð Vinnubrögðin við endurskoðunarferlið voru gagnrýnd. Í sjálfu sér ekki störf ráðsins, meðan það vann í tæpa fjóra mánuði, heldur flýtirinn: Hraður undirbúningur að kosningu stjórnlagaþings (-ráðs sem svo varð), stutt seta þess og svo skortur á skipulagðri umræðu vítt og breitt í samfélaginu eftir að tillagan lá frammi. Ég gagnrýndi vinnulagið og sá fyrir mér bæði hægari og djúptækari vinnubrögð. Nóg var líka um greinar, af þessum 114, til að ræða og gagnrýna eftir framkomna tillögu. Sérfræðingar, t.d. í lögum, höfðu margt við tillöguna að athuga. Stjórnvöld höfðu síðan ekki frumkvæði að, og forystu fyrir, að virkja almenning til þátttöku í meðhöndlun tillögunnar eins og þeim bar í landi með þingbundnu lýðræði. Til þess voru (og eru) margar leiðir færar með allri samtaka- og félagaflórunni, þjóðfundum, netvæðingu og tilvist stjórnmálaflokka. Alþingi var lítt virkjað í rúmt ár nema til deilna um formsatriði. Í október 2012 fór loks fram leiðbeinandi en því miður lítið forvirkjuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.Um hvað var kosið? Valkostirnir um haustið voru ljósir. Sá fyrsti snerist um hvort kjósandi samþykkti eða hafnaði því „að tillagan væri lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þar var hvorki verið að samþykkja eða hafna nýrri stjórnarskrá né tilbúnu frumvarpi, heldur grundvelli að frumvarpi sem Alþingi átti (og á) að láta útbúa. Með þeirri vinnu hefði orðið til frumvarp alveg eins og tillögurnar, lítið breytt eða mikið breytt, eftir umræður, starf innan og utan þings, og nefndarálit skv. gildandi stjórnarskrá. Ekkert af þessu fór fram eins og allir vita. Hina fimm valkostina í atkvæðagreiðslunni muna flestir. Hvað sem minni gagnrýni leið tók ég þátt og krossaði við nær öll já-in, allra fyrst við valkost 1, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Af 236 þúsund kjósendum tóku 116 þúsund þátt og var hlutfallið 43 til 51% eftir kjördæmum. Sannarlega lögleg kosning og ljós úrslit en ekki nægilega víðtæk þegar um sjálfan lagagrunn samfélagsins og kjarna lýðveldisins er að ræða. Fyrsta valkostinn samþykktu 73 þúsund manns eða tæpur þriðjungur atkvæðisbærra manna. Vissulega meirihluti þátttakenda en hlutfallstalan 32% lýsir varla nægilega almennum stuðningi við tillöguna í heild. Hvers vegna gerðist þátttakan ekki betri en raunin varð?Lurða í áhrifamönnum Við tók tímabil aðgerðaleysis, íhaldssemi og lokaðs nefndarstarfs sem náðist með málamiðlun á Alþingi. Og nú liggja linkulegar niðurstöður fyrir. Þær eru bæði gagnrýnisverðar og nokkuð langt frá því sem má ímynda sér að þorri fólks, þrátt fyrir heimasetu of margra 2012, vill sjá af pólitískri umræðu og þróun að dæma. Ég spái engu um framhaldið. Flókið verður að tryggja landinu góða stjórnarskrá og komast nær tillögu stjórnlagaráðs en nú stefnir í. Það plagg, grundvöllur að frumvarpi, á að vera upphafspunktur nýs ferlis. Eitt er þó alveg ljóst: Sumum álitsgjöfum ber að hætta að hamra á að ný stjórnarskrá hafi sama sem verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 - eða á að nú sé ekkert annað fram undan en að Alþingi skutli tillögunni sem fullburða frumvarpi í gegnum þinglegt og þjóðréttarlegt ferli. Meðferð þings á plagginu frá 2011 hefur ekki farið fram í samræmi við niðurstöðurnar frá 2012. Tillagan er enn grunnur en ekki frumvarpið sjálft. Til þess að rétta af kúrsinn þarf nýjan þingheim, nýja ríkisstjórn, og yfirgripsmikla og djúptæka skoðun á greinum 114 sem fæðir af sér eiginlegt frumvarp að stjórnarskrá, eftir vandaða vinnu, og glæðir almennan áhuga á að taka þátt í lifandi umræðu og afgerandi kosningu þegar að henni kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Krafan um breytt vinnubrögð við stjórnun landsins, breytingar í efnahagsmálum og réttlátari skiptingu fjármuna er öflug. Hún hefur lengi verið uppi en sjaldan sterkari en eftir kollsteypuna 2008. Mjög margir sjá breytingar á stjórnarskránni sem mikilvægan lið í því, ég þeirra á meðal. Þess vegna mátti fagna verkefninu sem síðasta ríkisstjórn efndi til: Endurskoðun allrar gömlu stjórnarskrárinnar og gerð nýrrar. Góður þjóðfundur 2010 og snörp lota þjóðkjörins stjórnlagaráðs skilaði af sér hæfri tillögu að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í 114 greinum, auk skýringa, í lok júlí 2011. Eigum við ekki að ræða allt málið æsingalaust?Gagnrýni er góð Vinnubrögðin við endurskoðunarferlið voru gagnrýnd. Í sjálfu sér ekki störf ráðsins, meðan það vann í tæpa fjóra mánuði, heldur flýtirinn: Hraður undirbúningur að kosningu stjórnlagaþings (-ráðs sem svo varð), stutt seta þess og svo skortur á skipulagðri umræðu vítt og breitt í samfélaginu eftir að tillagan lá frammi. Ég gagnrýndi vinnulagið og sá fyrir mér bæði hægari og djúptækari vinnubrögð. Nóg var líka um greinar, af þessum 114, til að ræða og gagnrýna eftir framkomna tillögu. Sérfræðingar, t.d. í lögum, höfðu margt við tillöguna að athuga. Stjórnvöld höfðu síðan ekki frumkvæði að, og forystu fyrir, að virkja almenning til þátttöku í meðhöndlun tillögunnar eins og þeim bar í landi með þingbundnu lýðræði. Til þess voru (og eru) margar leiðir færar með allri samtaka- og félagaflórunni, þjóðfundum, netvæðingu og tilvist stjórnmálaflokka. Alþingi var lítt virkjað í rúmt ár nema til deilna um formsatriði. Í október 2012 fór loks fram leiðbeinandi en því miður lítið forvirkjuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.Um hvað var kosið? Valkostirnir um haustið voru ljósir. Sá fyrsti snerist um hvort kjósandi samþykkti eða hafnaði því „að tillagan væri lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þar var hvorki verið að samþykkja eða hafna nýrri stjórnarskrá né tilbúnu frumvarpi, heldur grundvelli að frumvarpi sem Alþingi átti (og á) að láta útbúa. Með þeirri vinnu hefði orðið til frumvarp alveg eins og tillögurnar, lítið breytt eða mikið breytt, eftir umræður, starf innan og utan þings, og nefndarálit skv. gildandi stjórnarskrá. Ekkert af þessu fór fram eins og allir vita. Hina fimm valkostina í atkvæðagreiðslunni muna flestir. Hvað sem minni gagnrýni leið tók ég þátt og krossaði við nær öll já-in, allra fyrst við valkost 1, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Af 236 þúsund kjósendum tóku 116 þúsund þátt og var hlutfallið 43 til 51% eftir kjördæmum. Sannarlega lögleg kosning og ljós úrslit en ekki nægilega víðtæk þegar um sjálfan lagagrunn samfélagsins og kjarna lýðveldisins er að ræða. Fyrsta valkostinn samþykktu 73 þúsund manns eða tæpur þriðjungur atkvæðisbærra manna. Vissulega meirihluti þátttakenda en hlutfallstalan 32% lýsir varla nægilega almennum stuðningi við tillöguna í heild. Hvers vegna gerðist þátttakan ekki betri en raunin varð?Lurða í áhrifamönnum Við tók tímabil aðgerðaleysis, íhaldssemi og lokaðs nefndarstarfs sem náðist með málamiðlun á Alþingi. Og nú liggja linkulegar niðurstöður fyrir. Þær eru bæði gagnrýnisverðar og nokkuð langt frá því sem má ímynda sér að þorri fólks, þrátt fyrir heimasetu of margra 2012, vill sjá af pólitískri umræðu og þróun að dæma. Ég spái engu um framhaldið. Flókið verður að tryggja landinu góða stjórnarskrá og komast nær tillögu stjórnlagaráðs en nú stefnir í. Það plagg, grundvöllur að frumvarpi, á að vera upphafspunktur nýs ferlis. Eitt er þó alveg ljóst: Sumum álitsgjöfum ber að hætta að hamra á að ný stjórnarskrá hafi sama sem verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 - eða á að nú sé ekkert annað fram undan en að Alþingi skutli tillögunni sem fullburða frumvarpi í gegnum þinglegt og þjóðréttarlegt ferli. Meðferð þings á plagginu frá 2011 hefur ekki farið fram í samræmi við niðurstöðurnar frá 2012. Tillagan er enn grunnur en ekki frumvarpið sjálft. Til þess að rétta af kúrsinn þarf nýjan þingheim, nýja ríkisstjórn, og yfirgripsmikla og djúptæka skoðun á greinum 114 sem fæðir af sér eiginlegt frumvarp að stjórnarskrá, eftir vandaða vinnu, og glæðir almennan áhuga á að taka þátt í lifandi umræðu og afgerandi kosningu þegar að henni kemur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar