Frelsi að hafa val Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2016 19:30 Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30
Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30