Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2016 21:00 Vísir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“ MMA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“
MMA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Sjá meira