Fótbolti

Cannavaro mætir í Hörpu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cannavaro er hættur að spila og nýtur lífsins með fjölskyldunni.
Cannavaro er hættur að spila og nýtur lífsins með fjölskyldunni. vísir/getty
Nú hefur verið staðfest að ítalska goðsögnin Fabio Cannavaro verði á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni „Íslenska kraftaverkið, hvernig fór Ísland að þessu?“ sem fram fer í Hörpu þann 11. maí næstkomandi.

Á ráðstefnunni verður fjallað  um þann frábæra árangur sem íslendingar hafa náð í íþróttum og hvort íslenskt viðskiptalíf geti dregið einhvern lærdóm af því.  

Cannavaro var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 2006 og var fyrirliði Ítala sem vann HM sama ár. Hann er landsleikjahæsti leikmaður Ítala frá upphafi með 136 landsleiki. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010.

Kevin Keegan, fyrrum leikmaður Liverpool, halda tölu á ráðstefnunni sem og Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid. David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, verður einnig einn af fyrirlesurunum.

Leitast verður við að svara því hvernig Ísland fer að því að skapa svona sterka og samheldna liðsheild í íþróttum þegar við höfum mun færri leikmenn til að velja úr en aðrar þjóðir og hvernig fyrirtæki, bæði stór og smá geta lært af þessum aðilum til þess að ná þessari liðsheild og samvinnu inn í fyrirtækin?

Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna og nálgast upplýsingar á síðunni  businessandfootball.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×