Körfubolti

Kvartar undar hegðun Mobley

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Ernir
Haukar unnu mikilvægan sigur á Þór í Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla og jöfnuðu þar með metin í rimmunni í 1-1.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var ósáttur við framferði Brandon Mobley, leikmanns Hauka í kvöld.

„Ég ætla ekki að væla yfir dómurunum sem voru fínir en það eina sem ég er ósáttur með er hversu mikið erlendi leikmaðurinn þeirra fær að gera, bæði að tala við fólk og hvernig hann hagar sér. Það voru 2-3 atvik þarna sem ég vildi að það hefði verið tekið á,“ sagði Einar og bætti við:

„Við erum ósáttir með þetta þótt að þetta tengist ekkert leiknum. Við kölluðum eftir því að það yrði fylgst betur með þessu án árangurs. Þetta er það eina sem ég get sett út á í kvöld.“

Ítarlegri umfjöllun um leikinn í kvöld og frekari viðtöl má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×