Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Njarðvík 75-79 | Njarðvík í undanúrslit eftir spennuleik Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 31. mars 2016 22:00 Njarðvík er komið í undanúrslit í Dominos-deild karla eftir magnaðan sigur, 79-75, á Stjörnunni í oddaleik liðanna í Ásgarði í kvöld. Spennan var mögnuð í kvöld og réðust úrslitin undir blálok leiksins. Jeremy Atkinson skoraði tuttugu stig fyrir Njarðvík í leiknum og Haukur Helgi Pálsson var með 19 stig.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Leikurinn hófst eins og allir leikir þessara liða í Ásgarði og var jafnt á öllum tölum til að byrja með. Liðin einfaldlega skiptust á að hafa eins og tveggja stig forskot. Justin Shouse stjórnaði sóknarleik Stjörnunnar vel og dreifðist stigaskor heimamanna töluvert í upphafi. Jeremy Atkinson var flottur í liði Njarðvíkinga og hafði gert sjö stig eftir tíu mínútna leik en staðan eftir 1. leikhlutann var 18-17 fyrir Njarðvíkinga. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, var á eldi í upphafi annars leikhluta og kom sér heldur betur í gírinn með körfu og þristi strax í upphafi fjórðungsins. Gestirnir náðu á þeim kafla ellefu stiga forskoti, 32-21, og útlitið bjart fyrir þá grænu. Justin Shouse hrökk þá í gang í liði Stjörnunnar og skoraði hvert stigið á fætur öðru þar til það munaði aðeins einu stigi á liðunum, 37-36, Njarðvíkingum í vil. Staðan í hálfleik var síðan 39-36 fyrir Njarðvík og leikurinn galopinn. Stjarnan gerðu fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og komst liðið því strax yfir 41-39. Í þriðja leikhlutanum var nánast jafnt á öllum tölum og vildi hvorugt liðið missa hvort annað of langt frá sér. Leikurinn spilaðist alveg eins og allir leikir í einvíginu, góðar varnir og langar sóknir. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 55-54 fyrir heimamenn og allt á suðupunkti. Í fjórða leikhlutanum var allt á suðupunkti í Garðabænum og spennan í algjöru hámarki. Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur, steig upp og setti þriggja stiga körfur á ótrúlega mikilvægum augnablikum og þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 68-62 fyrir Njarðvík. Gestirnir sýndu rosalega baráttu í síðasta leikhlutanum og það skilaði þeim tíu stiga forskoti, 73-63, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá settu aftur á móti heimamenn í fimmta gír og það tók þá eina mínútu að minnka muninn niður í þrjú stig, 75-72 fyrir Njarðvíkinga. Gríðarleg spenna var alveg fram á síðustu sekúndu en það voru gestirnir úr Njarðvík sem höfðu betur og fór Haukur Helgi Pálsson mikinn á lokaandartökum leiksins en hann setti niður vítaskot þegar allt var undir. Leiknum lauk frábærum sigri gestanna, 79-75.Stjarnan-Njarðvík 75-79 (17-18, 19-21, 19-15, 20-25)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Justin Shouse 19/7 fráköst/8 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/14 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2.Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 20/10 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 19/10 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 13, Logi Gunnarsson 11, Maciej Stanislav Baginski 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3. Haukur Helgi: Við vorum einfaldlega betri í þessu einvígiHaukur Helgi Pálsson var mikilvægur í kvöld.Vísir/Anton„Ég klikkaði á alltof mörgum vítum síðast og það var aldrei að fara gerast í kvöld,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn. „Það héldu allir að við gætum ekki unnið þetta lið en við trúðum því allan tímann. Þeir spiluðu fast og eiga mikið hrós skilið eftir einvígið.“ Haukur segir einfaldlega að Njarðvíkingar hafi verið betri í þessu einvígi. Logi Gunnarsson kom inn í liðið fyrir síðasta leik en hann handabrotnaði í byrjun mars. „Ég væri bara grenjandi upp í sumarbústað ef þetta væri ég. Það er enginn maður eins og hann. Ég gæti ekki verið stoltari af samherja og svo ánægður að hafa spilað með honum á tímabilinu.“ Njarðvík mætir KR í undanúrslitunum. „Ég vildi alltaf mæta KR í úrslitakeppninni og það er að rætast.“ Hrafn: Myndi vilja halda áfram með þetta liðHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Anton„Þetta er helvíti fúlt,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við vera búnir að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir slæman fyrri hálfleik. En við náðum ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir.“ Stjörnumenn voru nokkuð óheppnir undir lokin og tapaði liðið boltanum á síðustu mínútunni á erfiðum tímapunkti. „Svona leikir ráðast ekki á einstaka atriðum og við hefðum bara átt að gera betur.“ Hrafn er að klára sinn tveggja ára samning við Stjörnuna. „Ég á eftir að setjast niður og ræða við stjórnina. Mér þykir vænt um þennan klúbb og vænt um þessa stráka og myndi gjarnan vilja halda áfram.“ Friðrik Ingi: Náðum að stilla spennustigið rétt„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins og hvað við komum vel stemmdir,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn. „Við gerðum bara andskoti vel hér í kvöld. Við settum niður mikilvæg víti á erfiðum tímapunkti. Við í þjálfarateyminu gerðum allt til að halda spennustiginu réttu fyrir leik og í leiknum.“ Friðrik er sérstaklega ánægður með varnarleik liðsins eftir leikinn í kvöld. „Hann var alveg frábær og lagði grunninn að þessum sigri í þessari seríu. Varnarleikur okkar hefur verið til mikilla fyrirmyndar í einvíginu í heild sinni og ég er gríðarlega ánægður með það.“ Friðrik þakkar Stjörnunni fyrir gott einvígi. „Þetta var frábært einvígi og annað árið í röð fer þetta í fimm leiki.“Tweets by @Visirkarfa1 Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, í leiknum í kvöld.Vísir/AntonLogi Gunnarsson loka á Justin Shouse í leiknum í kvöld.Vísir/Anton Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Njarðvík er komið í undanúrslit í Dominos-deild karla eftir magnaðan sigur, 79-75, á Stjörnunni í oddaleik liðanna í Ásgarði í kvöld. Spennan var mögnuð í kvöld og réðust úrslitin undir blálok leiksins. Jeremy Atkinson skoraði tuttugu stig fyrir Njarðvík í leiknum og Haukur Helgi Pálsson var með 19 stig.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Leikurinn hófst eins og allir leikir þessara liða í Ásgarði og var jafnt á öllum tölum til að byrja með. Liðin einfaldlega skiptust á að hafa eins og tveggja stig forskot. Justin Shouse stjórnaði sóknarleik Stjörnunnar vel og dreifðist stigaskor heimamanna töluvert í upphafi. Jeremy Atkinson var flottur í liði Njarðvíkinga og hafði gert sjö stig eftir tíu mínútna leik en staðan eftir 1. leikhlutann var 18-17 fyrir Njarðvíkinga. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, var á eldi í upphafi annars leikhluta og kom sér heldur betur í gírinn með körfu og þristi strax í upphafi fjórðungsins. Gestirnir náðu á þeim kafla ellefu stiga forskoti, 32-21, og útlitið bjart fyrir þá grænu. Justin Shouse hrökk þá í gang í liði Stjörnunnar og skoraði hvert stigið á fætur öðru þar til það munaði aðeins einu stigi á liðunum, 37-36, Njarðvíkingum í vil. Staðan í hálfleik var síðan 39-36 fyrir Njarðvík og leikurinn galopinn. Stjarnan gerðu fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og komst liðið því strax yfir 41-39. Í þriðja leikhlutanum var nánast jafnt á öllum tölum og vildi hvorugt liðið missa hvort annað of langt frá sér. Leikurinn spilaðist alveg eins og allir leikir í einvíginu, góðar varnir og langar sóknir. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 55-54 fyrir heimamenn og allt á suðupunkti. Í fjórða leikhlutanum var allt á suðupunkti í Garðabænum og spennan í algjöru hámarki. Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur, steig upp og setti þriggja stiga körfur á ótrúlega mikilvægum augnablikum og þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 68-62 fyrir Njarðvík. Gestirnir sýndu rosalega baráttu í síðasta leikhlutanum og það skilaði þeim tíu stiga forskoti, 73-63, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá settu aftur á móti heimamenn í fimmta gír og það tók þá eina mínútu að minnka muninn niður í þrjú stig, 75-72 fyrir Njarðvíkinga. Gríðarleg spenna var alveg fram á síðustu sekúndu en það voru gestirnir úr Njarðvík sem höfðu betur og fór Haukur Helgi Pálsson mikinn á lokaandartökum leiksins en hann setti niður vítaskot þegar allt var undir. Leiknum lauk frábærum sigri gestanna, 79-75.Stjarnan-Njarðvík 75-79 (17-18, 19-21, 19-15, 20-25)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Justin Shouse 19/7 fráköst/8 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/14 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2.Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 20/10 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 19/10 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 13, Logi Gunnarsson 11, Maciej Stanislav Baginski 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3. Haukur Helgi: Við vorum einfaldlega betri í þessu einvígiHaukur Helgi Pálsson var mikilvægur í kvöld.Vísir/Anton„Ég klikkaði á alltof mörgum vítum síðast og það var aldrei að fara gerast í kvöld,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn. „Það héldu allir að við gætum ekki unnið þetta lið en við trúðum því allan tímann. Þeir spiluðu fast og eiga mikið hrós skilið eftir einvígið.“ Haukur segir einfaldlega að Njarðvíkingar hafi verið betri í þessu einvígi. Logi Gunnarsson kom inn í liðið fyrir síðasta leik en hann handabrotnaði í byrjun mars. „Ég væri bara grenjandi upp í sumarbústað ef þetta væri ég. Það er enginn maður eins og hann. Ég gæti ekki verið stoltari af samherja og svo ánægður að hafa spilað með honum á tímabilinu.“ Njarðvík mætir KR í undanúrslitunum. „Ég vildi alltaf mæta KR í úrslitakeppninni og það er að rætast.“ Hrafn: Myndi vilja halda áfram með þetta liðHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Anton„Þetta er helvíti fúlt,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við vera búnir að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir slæman fyrri hálfleik. En við náðum ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir.“ Stjörnumenn voru nokkuð óheppnir undir lokin og tapaði liðið boltanum á síðustu mínútunni á erfiðum tímapunkti. „Svona leikir ráðast ekki á einstaka atriðum og við hefðum bara átt að gera betur.“ Hrafn er að klára sinn tveggja ára samning við Stjörnuna. „Ég á eftir að setjast niður og ræða við stjórnina. Mér þykir vænt um þennan klúbb og vænt um þessa stráka og myndi gjarnan vilja halda áfram.“ Friðrik Ingi: Náðum að stilla spennustigið rétt„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins og hvað við komum vel stemmdir,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn. „Við gerðum bara andskoti vel hér í kvöld. Við settum niður mikilvæg víti á erfiðum tímapunkti. Við í þjálfarateyminu gerðum allt til að halda spennustiginu réttu fyrir leik og í leiknum.“ Friðrik er sérstaklega ánægður með varnarleik liðsins eftir leikinn í kvöld. „Hann var alveg frábær og lagði grunninn að þessum sigri í þessari seríu. Varnarleikur okkar hefur verið til mikilla fyrirmyndar í einvíginu í heild sinni og ég er gríðarlega ánægður með það.“ Friðrik þakkar Stjörnunni fyrir gott einvígi. „Þetta var frábært einvígi og annað árið í röð fer þetta í fimm leiki.“Tweets by @Visirkarfa1 Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, í leiknum í kvöld.Vísir/AntonLogi Gunnarsson loka á Justin Shouse í leiknum í kvöld.Vísir/Anton
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira