Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 21:39 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn