Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2016 10:45 Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. Kári byrjaði á bekknum líkt og í þriðja leiknum í einvíginu en kom fljótlega inn á. Þessi 18 ára strákur var með átta stig í hálfleik en í seinni hálfleik var hann sjóðheitur og skoraði 20 stig. Kári lauk leik með 30 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar og var stigahæstur allra á vellinum. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu Kára mann leiksins í gær og hann mætti í settið til þeirra eftir leik. „Ég er mjög glaður og sérstaklega yfir karakternum í liðinu. Við erum 14 stigum undir í hálfleik, enginn Kani og þeir að eiga dúndurleik. Það voru ekki margir sem höfðu trú á okkur þarna en við stigum virkilega upp og vörnin okkar var frábær í seinni hálfleik,“ sagði Kári um leikinn í gær sem var rosalegur. Til marks um það skiptust liðin 14 sinnum á forystunni í leiknum og 13 sinnum var staðan jöfn. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem Haukar reyndust sterkari. Kári meiddist í fyrsta leiknum gegn Þór eftir harða hindrun frá Ragnari Nathanealssyni. Hann missti af þeim sökum af leik tvö en spilaði mikið í tveimur síðustu leikjunum í einvíginu þrátt fyrir að byrja á bekknum í þeim báðum. Kári segist vera búinn að ná sér að mestu leyti af meiðslunum. „Ég er aumur í öxlum og aðeins í baki,“ sagði Kári áður en Fannar Ólafsson stoppaði hann af og sagði honum að hætta að væla. „Nú ég ætla ég að kenna þér eitt. Nú skaltu hætta þessu væli. Þú ert að fara alla leið núna,“ sagði gamli landsliðsmiðherjinn við Kára sem var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino's deildarinnar fyrr í mánuðinum.Viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. Kári byrjaði á bekknum líkt og í þriðja leiknum í einvíginu en kom fljótlega inn á. Þessi 18 ára strákur var með átta stig í hálfleik en í seinni hálfleik var hann sjóðheitur og skoraði 20 stig. Kári lauk leik með 30 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar og var stigahæstur allra á vellinum. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu Kára mann leiksins í gær og hann mætti í settið til þeirra eftir leik. „Ég er mjög glaður og sérstaklega yfir karakternum í liðinu. Við erum 14 stigum undir í hálfleik, enginn Kani og þeir að eiga dúndurleik. Það voru ekki margir sem höfðu trú á okkur þarna en við stigum virkilega upp og vörnin okkar var frábær í seinni hálfleik,“ sagði Kári um leikinn í gær sem var rosalegur. Til marks um það skiptust liðin 14 sinnum á forystunni í leiknum og 13 sinnum var staðan jöfn. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem Haukar reyndust sterkari. Kári meiddist í fyrsta leiknum gegn Þór eftir harða hindrun frá Ragnari Nathanealssyni. Hann missti af þeim sökum af leik tvö en spilaði mikið í tveimur síðustu leikjunum í einvíginu þrátt fyrir að byrja á bekknum í þeim báðum. Kári segist vera búinn að ná sér að mestu leyti af meiðslunum. „Ég er aumur í öxlum og aðeins í baki,“ sagði Kári áður en Fannar Ólafsson stoppaði hann af og sagði honum að hætta að væla. „Nú ég ætla ég að kenna þér eitt. Nú skaltu hætta þessu væli. Þú ert að fara alla leið núna,“ sagði gamli landsliðsmiðherjinn við Kára sem var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino's deildarinnar fyrr í mánuðinum.Viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli