Nú talar Alfreð þýsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 14:44 Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku. Þýski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku.
Þýski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira