Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 69-68 | Stólarnir jöfnuðu einvígið Ísak Óli Traustason skrifar 6. apríl 2016 21:45 Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, í baráttu við Haukamenn. Vísir Staðan í einvígi Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Dominos-deildar karla er 1-1 eftir geggjaðan spennuleik á Króknum í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirðinum byrjuðu leikinn betur og voru alltaf skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og leiddu leikinn 13-18 eftir fyrsta leikhluta. Það var ekki mikið skorað í upphafi leiks og voru varnir liðanna þéttar. Liðin voru ekki að hitta vel og það en framan af öðrum leikhluta þá leiddu Haukar en undir lok hans kom góðu kafli hjá heimamönnum sem að skilaði þeim 35-33 forystu í hálfleik. Viðar Ágústsson, leikmaður Tindastóls, var stigahæsti maður vallarins í hálfleik með 11 stig og var að spila ljómandi vel. Ingvi Rafn Ingvarsson og Myron Dempsey komu með góðar innkomur af bekknum fyrir Stólanna. Hjá Haukum voru þeir Kári Jónsson og Brandon Mobley stigahæstir með 8 stig en annars var stiga skorið í leiknum að dreifast á marga leikmenn beggja liða. Stólarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og voru en Haukarnir voru að ná að svara þeim og leikurinn var í góðu jafnvægi. Haukar náðu síðan forystunni þegar að Kári kom þeim yfir af vítalínunni og þegar að þriðji leikhluti var allur þá leiddu Haukar leikinn 53-55. Það mátti búast við spennandi loka leikhluta og sú varð raunin. Jafnræði var áfram með liðunum framan af leikhlutanum og komu gestirnir sér í góða stöðu þegar að Brandon Mobley kom þeim í 4 stiga forystu þegar að 1 mínúta og 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Darrell Keith Lewis skoraði í næstu sókn Stólanna og minnkaði muninn. Tindastóll stálu síðan boltanum og Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi þeirra keyrði á körfuna og tryggði sér tvö víti. Hann skoraði úr seinna vítinu og Haukar því ennþá með forystuna. Kári Jónsson varð síðan fyrir því óláni að renna í næstu sókn Haukanna og Pétur Rúnar brunaði upp völlinn og skoraði með sniðskoti þegar að 8 sekúndur voru eftir af leiknum. Þakið ætlaði að rifna af Síkinu svo mikil voru lætin. Haukar reyndu hvað þeir gátu að skora í lokasókn sinni en ofaní vildi boltinn ekki og því 69-68 sigur heimamanna því staðreynd. Viðar Ágústsson, leikmaður Tindastóls átti stórgóðan leik og endaði með 17 stig og 6 fráköst. Myron Dempsey kom sterkur inn af bekknum með 17 stig og 11 fráköst en Anthony Gurley sem að byrjaði leikinn spilaði aðeins tæpar 5 mínútur í kvöld. Ingvi Rafn Ingvarsson minnti á sig með flottri innkomu af bekknum með 13 stig og Pétur Rúnar Birgisson kláraði síðan leikinn fyrir heimamenn. Hjá Haukum voru þeir Finnur Atli Magnússon, Kári Jónsson og Brandon Mobley bestir. Finnur var með 13 stig og 6 fráköst, en öll fráköstin hans voru sóknarfráköst. Kári endaði með 18 stig og 10 fráköst og Mobley með 17 stig og 7 fráköst. Haukar sigruðu fyrsta leikinn í einvíginu en Stólarnir náðu að svara í kvöld og jafna einvígið. Liðin voru ekki að hitta vel í kvöld en Haukarnir voru að skjóta 17 % í þriggja stiga skotum og heimamenn 27 % sem verður að teljast vera nokkuð slappt. Næsti leikur er á laugardaginn í Hafnarfirði og þar verður væntanlega hart barist.Tindastóll-Haukar 69-68 (13-18, 22-15, 18-22, 16-13)Tindastóll: Myron Dempsey 17/11 fráköst, Viðar Ágústsson 17/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 13, Darrel Keith Lewis 11/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 0, Pálmi Þórsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Anthony Isaiah Gurley 0.Haukar: Kári Jónsson 18/10 fráköst, Brandon Mobley 17/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst, Emil Barja 8, Haukur Óskarsson 7/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3/5 fráköst, Kristinn Marinósson 2, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Kristinn Jónasson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0.Kári: Þetta var súrt Kári Jónsson, leikmaður Hauka, átti fínan leik en var þó svekktur í leikslok. „Þetta var súrt, virkilega súrt tap en þeir skoruðu stærri körfur heldur en við. Það er bara svoleiðis,” sagði Kári. Haukarnir leiddu leikinn framan af en hleyptu heimamönnum framúr sér undir lok fyrri hálfleiks. Aðspurður út því hvað hefði verið rætt í hálfleik sagði Kári að ekki að vera eitthvað að “panikka” og gera eitthvað meira en við getum, við reyndum bara að halda okkur við það sem að við erum góðir í og við gerðum það ágætlega í seinni hálfleik sagði hann. „Við settum okkur í fína stöðu til þess að vinna þennan leik en við gátum ekki sett skotin niður í lokin,” sagði Kári. „Þetta gat dottið báðum megin þeir settu stærri körfur”, sagði Kári og bætti því við að lokum að „við förum aftur á okkar heimavöll og komum brjálaði í þann leik.”Ívar: Við settum ekki skotin niður í lokin Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka var að vonum svekktur í leikslok. Honum fannst þetta hafa verið jafn og flottur leik en við settum ekki skotin niður í lokin sagði hann. „Við vorum að gera fína hluti og hefðu auðveldlega geta klárða þennan leik og við gerðum smá mistök í lokin sem kostuðu okkur það að við gátum ekki unnið þennan leik en þetta var bara hörkuleiku,r” sagði Ívar. Aðspurður út það hvað hans menn hefðu getað gert betur í lokin svaraði Ívar. „Skora í lokin og þá hefðum við unnið”, og bætti því að fyrir utan það þá var sóknin okkar ekki nógu grimm í fjórða leikhluta og við vorum of lengi að fara að setja upp og þegar að við byrjum að setja upp þá er lítið eftir af skotklukknni þannig að við lendum í smá stressi með það. „Mér fannst vörnin ekki eins góð og í síðasta leik en spennustigið var frekar hátt og það hefur kannski sitt að segja,” sagði Ívar. Aðspurður út í það hvað hans menn ætla að leggja upp fyriri næsta leik var hann ekki lengi að svara. ,,Vinna hann”, sagði Ívar.Costa: Pétur er mjög hugrakkur að gera þetta José Costa, þjálfari Tindastóls, var ánægður með leik sinna manna við þurftum að vinna og okkur tókst það. Þetta var erfiður leikur, þeir spila fast og þetta er leikur í úrslitakeppni og við vorum að klikka á of mörgum opnum skotum en fórum svo að setja þau niður,” sagði spænski þjálfarinn. Þegar að Costa hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik sagði hann að „við þurftum að leysa tvöföldu hindarnir þeirra á hliðarlínunni en þeir voru að fá of mikið af opnum sniðskotum út af þeim sem að er ekki gott fyrir vörnina okkar, við leystum þetta í þriðja leikhlut,a” sagði Costa brosandi. Costa fannst sóknarleikur sinna mann ekki vera nægilega góður „við þurftum að hreyfa boltan meira,” sagði hann. „Við börðumst og þeir voru að spila betur á tímabili í leiknum en við náðum að sigra í lokin,” sagði spænski þjálfarinn. Þegar að Costa var spurður út í það hvort hann hefði verið að hugsa um að taka leikhlé þegar að lið hans náði boltanum þegar að 15 sekúndur voru eftir sagði hann að „nei, ég var að bíða eftir síðasta skotinu.” „Þetta var laus bolti, ég gat ekki beðið um leikhlé. Ég bað hann um að stoppa en hann sá opnun í teignum og nýtti sér hana,” sagði Costa. „Ég er ánægður með þessa ákvörðun hjá honum en ef hann hefði ekki hitt þá hefði ég ekki verið jafn ánægður,” sagði Costa og bætti því við að Pétur Rúnar væri mjög hugrakkur að gera þetta. Þgar að Costa var spurður út í næsta leik liðanna í rimmunni sagði hann að Haukarnir væru með gott lið. „Þeir vilja vinna, við þurfum að pressa betur á þá í næsta leik á þeirra heimavelli og svo verðum við að gera okkar í næsta heimaleik hjá okkur,” sagði Costa að lokum.Ingvi: Við erum lið og verðum að gera þetta saman, annars gengur þetta ekki Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti flotta innkomu af bekknum og var að vonum ánægður með leik sinna manna. „Frábær leikur, við vorum mjög lengi í gang en um leið við fórum að hreyfa boltann betur og fá opin skot þá gekk þetta en þetta var mjög tæpt,” sagði Ingvi. „Varnarleikurinn var fínn en við héldum þeim í 68 stigum sem að er nokkuð gott.” Hann bætti því við að þetta væri bara upp á við hjá þeim hér eftir. Aðspurður út í það hvort að hann hafi verið ángæður með karakterinn í liðinu svaraði Ingvi játandi og bætti því við að „við vorum hrikalega slappir í fyrsta leik og vorum staðráðnir í því að koma til baka hérna og vinna og við gerðum það.” „Það tekur alltaf á að elta en um leið og við fórum að láta boltan ganga og fá opin skot þá fór að ganga vel hjá okkur,” sagði hann og bætti því að „það gegnur ekki vel þegar að við erum drippla bara eitthvað í vændræði ekki að hreyfa boltann. „Við erum lið og verðum að gera þetta saman, annars gengur þetta ekki,” sagði hann að lokum.Pétur: Helgi var þarna undir og sagði bara komdu, komdu Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var skælbrosandi þegar að hann mætti í viðtal. Þegar að hann var spurður út í hvernig tilfinningu hann væri með sagði hann „gæsahúð ,mér líður svo vel eftir þetta þetta er bara geðveikt.” „Við vorum undir og þurftum að fá körfu fljótt, svo heyrði ég í þjálfaranum gargandi á mig að taka eitt skot en svo var Helgi þarna undir og sagði bara komdu, komdu,” sagði Pétur þegar að hann var beðin um að lýsa lokakörfu leiksins. „Ég sá bara opinn möguleika og komst alla leið og kláraði þetta,” sagði Pétur. „Við þurfum að spila svona vörn og bæta smá sóknarleik við, það væri mjög ljúft,” sagði Pétur þegar að hann var spurður út það hvað hans menn þurfa að gera betur í næsta leik. „Við erum búnir að skora 61 og 69 stig en það er ekki alveg eins og það er búið að vera hjá okkur í vetur.“ „Þeir eru frábærir í vörn eins og við og ætli þetta verði ekki svona út alla seríuna en ég held að við getum gert betur í sókninni og látið boltann ganga betur eins og við gerðum á tímabili í öðrum leikhluta og skoruðum þá 9 stig á mínútu og náðum að hlaupa í bakið á þeim,” sagði Pétur. Þegar að hann var spurður út í það hvað Stólarnir gætu gert til þess að byrja leikina betur sagði hann að „við erum að lenda undir hérna oft og koma til baka en ég veit það ekki, bara mæta betur stemmdir í leikina.” „Við mættum í leikinn úti hjá þeim og leiddum í byrjun en þeir leiddu í loikin og það er það sem að skiptir máli.”Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Staðan í einvígi Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Dominos-deildar karla er 1-1 eftir geggjaðan spennuleik á Króknum í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirðinum byrjuðu leikinn betur og voru alltaf skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og leiddu leikinn 13-18 eftir fyrsta leikhluta. Það var ekki mikið skorað í upphafi leiks og voru varnir liðanna þéttar. Liðin voru ekki að hitta vel og það en framan af öðrum leikhluta þá leiddu Haukar en undir lok hans kom góðu kafli hjá heimamönnum sem að skilaði þeim 35-33 forystu í hálfleik. Viðar Ágústsson, leikmaður Tindastóls, var stigahæsti maður vallarins í hálfleik með 11 stig og var að spila ljómandi vel. Ingvi Rafn Ingvarsson og Myron Dempsey komu með góðar innkomur af bekknum fyrir Stólanna. Hjá Haukum voru þeir Kári Jónsson og Brandon Mobley stigahæstir með 8 stig en annars var stiga skorið í leiknum að dreifast á marga leikmenn beggja liða. Stólarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og voru en Haukarnir voru að ná að svara þeim og leikurinn var í góðu jafnvægi. Haukar náðu síðan forystunni þegar að Kári kom þeim yfir af vítalínunni og þegar að þriðji leikhluti var allur þá leiddu Haukar leikinn 53-55. Það mátti búast við spennandi loka leikhluta og sú varð raunin. Jafnræði var áfram með liðunum framan af leikhlutanum og komu gestirnir sér í góða stöðu þegar að Brandon Mobley kom þeim í 4 stiga forystu þegar að 1 mínúta og 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Darrell Keith Lewis skoraði í næstu sókn Stólanna og minnkaði muninn. Tindastóll stálu síðan boltanum og Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi þeirra keyrði á körfuna og tryggði sér tvö víti. Hann skoraði úr seinna vítinu og Haukar því ennþá með forystuna. Kári Jónsson varð síðan fyrir því óláni að renna í næstu sókn Haukanna og Pétur Rúnar brunaði upp völlinn og skoraði með sniðskoti þegar að 8 sekúndur voru eftir af leiknum. Þakið ætlaði að rifna af Síkinu svo mikil voru lætin. Haukar reyndu hvað þeir gátu að skora í lokasókn sinni en ofaní vildi boltinn ekki og því 69-68 sigur heimamanna því staðreynd. Viðar Ágústsson, leikmaður Tindastóls átti stórgóðan leik og endaði með 17 stig og 6 fráköst. Myron Dempsey kom sterkur inn af bekknum með 17 stig og 11 fráköst en Anthony Gurley sem að byrjaði leikinn spilaði aðeins tæpar 5 mínútur í kvöld. Ingvi Rafn Ingvarsson minnti á sig með flottri innkomu af bekknum með 13 stig og Pétur Rúnar Birgisson kláraði síðan leikinn fyrir heimamenn. Hjá Haukum voru þeir Finnur Atli Magnússon, Kári Jónsson og Brandon Mobley bestir. Finnur var með 13 stig og 6 fráköst, en öll fráköstin hans voru sóknarfráköst. Kári endaði með 18 stig og 10 fráköst og Mobley með 17 stig og 7 fráköst. Haukar sigruðu fyrsta leikinn í einvíginu en Stólarnir náðu að svara í kvöld og jafna einvígið. Liðin voru ekki að hitta vel í kvöld en Haukarnir voru að skjóta 17 % í þriggja stiga skotum og heimamenn 27 % sem verður að teljast vera nokkuð slappt. Næsti leikur er á laugardaginn í Hafnarfirði og þar verður væntanlega hart barist.Tindastóll-Haukar 69-68 (13-18, 22-15, 18-22, 16-13)Tindastóll: Myron Dempsey 17/11 fráköst, Viðar Ágústsson 17/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 13, Darrel Keith Lewis 11/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 0, Pálmi Þórsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Anthony Isaiah Gurley 0.Haukar: Kári Jónsson 18/10 fráköst, Brandon Mobley 17/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst, Emil Barja 8, Haukur Óskarsson 7/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3/5 fráköst, Kristinn Marinósson 2, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Kristinn Jónasson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0.Kári: Þetta var súrt Kári Jónsson, leikmaður Hauka, átti fínan leik en var þó svekktur í leikslok. „Þetta var súrt, virkilega súrt tap en þeir skoruðu stærri körfur heldur en við. Það er bara svoleiðis,” sagði Kári. Haukarnir leiddu leikinn framan af en hleyptu heimamönnum framúr sér undir lok fyrri hálfleiks. Aðspurður út því hvað hefði verið rætt í hálfleik sagði Kári að ekki að vera eitthvað að “panikka” og gera eitthvað meira en við getum, við reyndum bara að halda okkur við það sem að við erum góðir í og við gerðum það ágætlega í seinni hálfleik sagði hann. „Við settum okkur í fína stöðu til þess að vinna þennan leik en við gátum ekki sett skotin niður í lokin,” sagði Kári. „Þetta gat dottið báðum megin þeir settu stærri körfur”, sagði Kári og bætti því við að lokum að „við förum aftur á okkar heimavöll og komum brjálaði í þann leik.”Ívar: Við settum ekki skotin niður í lokin Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka var að vonum svekktur í leikslok. Honum fannst þetta hafa verið jafn og flottur leik en við settum ekki skotin niður í lokin sagði hann. „Við vorum að gera fína hluti og hefðu auðveldlega geta klárða þennan leik og við gerðum smá mistök í lokin sem kostuðu okkur það að við gátum ekki unnið þennan leik en þetta var bara hörkuleiku,r” sagði Ívar. Aðspurður út það hvað hans menn hefðu getað gert betur í lokin svaraði Ívar. „Skora í lokin og þá hefðum við unnið”, og bætti því að fyrir utan það þá var sóknin okkar ekki nógu grimm í fjórða leikhluta og við vorum of lengi að fara að setja upp og þegar að við byrjum að setja upp þá er lítið eftir af skotklukknni þannig að við lendum í smá stressi með það. „Mér fannst vörnin ekki eins góð og í síðasta leik en spennustigið var frekar hátt og það hefur kannski sitt að segja,” sagði Ívar. Aðspurður út í það hvað hans menn ætla að leggja upp fyriri næsta leik var hann ekki lengi að svara. ,,Vinna hann”, sagði Ívar.Costa: Pétur er mjög hugrakkur að gera þetta José Costa, þjálfari Tindastóls, var ánægður með leik sinna manna við þurftum að vinna og okkur tókst það. Þetta var erfiður leikur, þeir spila fast og þetta er leikur í úrslitakeppni og við vorum að klikka á of mörgum opnum skotum en fórum svo að setja þau niður,” sagði spænski þjálfarinn. Þegar að Costa hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik sagði hann að „við þurftum að leysa tvöföldu hindarnir þeirra á hliðarlínunni en þeir voru að fá of mikið af opnum sniðskotum út af þeim sem að er ekki gott fyrir vörnina okkar, við leystum þetta í þriðja leikhlut,a” sagði Costa brosandi. Costa fannst sóknarleikur sinna mann ekki vera nægilega góður „við þurftum að hreyfa boltan meira,” sagði hann. „Við börðumst og þeir voru að spila betur á tímabili í leiknum en við náðum að sigra í lokin,” sagði spænski þjálfarinn. Þegar að Costa var spurður út í það hvort hann hefði verið að hugsa um að taka leikhlé þegar að lið hans náði boltanum þegar að 15 sekúndur voru eftir sagði hann að „nei, ég var að bíða eftir síðasta skotinu.” „Þetta var laus bolti, ég gat ekki beðið um leikhlé. Ég bað hann um að stoppa en hann sá opnun í teignum og nýtti sér hana,” sagði Costa. „Ég er ánægður með þessa ákvörðun hjá honum en ef hann hefði ekki hitt þá hefði ég ekki verið jafn ánægður,” sagði Costa og bætti því við að Pétur Rúnar væri mjög hugrakkur að gera þetta. Þgar að Costa var spurður út í næsta leik liðanna í rimmunni sagði hann að Haukarnir væru með gott lið. „Þeir vilja vinna, við þurfum að pressa betur á þá í næsta leik á þeirra heimavelli og svo verðum við að gera okkar í næsta heimaleik hjá okkur,” sagði Costa að lokum.Ingvi: Við erum lið og verðum að gera þetta saman, annars gengur þetta ekki Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti flotta innkomu af bekknum og var að vonum ánægður með leik sinna manna. „Frábær leikur, við vorum mjög lengi í gang en um leið við fórum að hreyfa boltann betur og fá opin skot þá gekk þetta en þetta var mjög tæpt,” sagði Ingvi. „Varnarleikurinn var fínn en við héldum þeim í 68 stigum sem að er nokkuð gott.” Hann bætti því við að þetta væri bara upp á við hjá þeim hér eftir. Aðspurður út í það hvort að hann hafi verið ángæður með karakterinn í liðinu svaraði Ingvi játandi og bætti því við að „við vorum hrikalega slappir í fyrsta leik og vorum staðráðnir í því að koma til baka hérna og vinna og við gerðum það.” „Það tekur alltaf á að elta en um leið og við fórum að láta boltan ganga og fá opin skot þá fór að ganga vel hjá okkur,” sagði hann og bætti því að „það gegnur ekki vel þegar að við erum drippla bara eitthvað í vændræði ekki að hreyfa boltann. „Við erum lið og verðum að gera þetta saman, annars gengur þetta ekki,” sagði hann að lokum.Pétur: Helgi var þarna undir og sagði bara komdu, komdu Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var skælbrosandi þegar að hann mætti í viðtal. Þegar að hann var spurður út í hvernig tilfinningu hann væri með sagði hann „gæsahúð ,mér líður svo vel eftir þetta þetta er bara geðveikt.” „Við vorum undir og þurftum að fá körfu fljótt, svo heyrði ég í þjálfaranum gargandi á mig að taka eitt skot en svo var Helgi þarna undir og sagði bara komdu, komdu,” sagði Pétur þegar að hann var beðin um að lýsa lokakörfu leiksins. „Ég sá bara opinn möguleika og komst alla leið og kláraði þetta,” sagði Pétur. „Við þurfum að spila svona vörn og bæta smá sóknarleik við, það væri mjög ljúft,” sagði Pétur þegar að hann var spurður út það hvað hans menn þurfa að gera betur í næsta leik. „Við erum búnir að skora 61 og 69 stig en það er ekki alveg eins og það er búið að vera hjá okkur í vetur.“ „Þeir eru frábærir í vörn eins og við og ætli þetta verði ekki svona út alla seríuna en ég held að við getum gert betur í sókninni og látið boltann ganga betur eins og við gerðum á tímabili í öðrum leikhluta og skoruðum þá 9 stig á mínútu og náðum að hlaupa í bakið á þeim,” sagði Pétur. Þegar að hann var spurður út í það hvað Stólarnir gætu gert til þess að byrja leikina betur sagði hann að „við erum að lenda undir hérna oft og koma til baka en ég veit það ekki, bara mæta betur stemmdir í leikina.” „Við mættum í leikinn úti hjá þeim og leiddum í byrjun en þeir leiddu í loikin og það er það sem að skiptir máli.”Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum