Endurreisn fæðingarorlofsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun