Pavel: Getum skráð KR í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 11:30 Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira