Vinstri stefna í endurnýjun lífdaganna Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Fyrir stuttu skrifaði ég grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni, „Það þarf að byrja upp á nýtt!“ Frá því greinin birtist hafa margir tekið undir þetta í mín eyru og sagt að nákvæmlega þessa væri þörf. Félagshyggjufólk þyrfti að endurmeta gildi sín og alla nálgun að stjórnmálum. Staðreyndin væri sú að vinstri menn hefðu glatað tiltrú vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum.Ný-ung Einhverjir skildu skrif mín svo að ég væri að segja Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sérstaklega til syndanna, vildi stofna nýjan flokk og molaskrifari Fréttablaðsins gantaðist með að í slíkum flokki kæmi ungliðahreyfingin án efa til með að heita Ný-ung. Það er prýðisnafn. Hitt er annað mál að fyrir mér vakir ekki að skammast út í fólk eða flokka. Ég er einfaldlega að hvetja vinstrimenn til að ganga í endurnýjun lífdaganna með hugsjónir sínar og stefnumál. Ég er þar með að höfða almennt til allra þeirra sem vilja byggja samfélagið á samstarfi og samvinnu en ekki samkeppni og peningahyggju.Nóg komið af flokkum með „alls konar“ Jafnaðarstefna sem þorir að gangast við sjálfri sér á nefnilega erindi við samtímann og við framtíðina. Sanni menn til. Þegar við sýnum fram á að við ætlum að stofna samfélagsbanka, hætta öllu daðri við hugmyndir um að selja orkufyrirtæki, vatnsveitur, hættum að rukka sjúklinga, ræðum það í alvöru hvort miðstýrt regluverk Hins evrópska efnahagssvæðis standist kröfur okkar um fullveldi og lýðræði; þegar við sýnum og sönnum með gerðum okkar að við munum framfylgja félagslega ábyrgri stefnu og aldrei láta glepjast af tálsýnum peningahyggjunnar, þá munum við endurheimta traust og tiltrú. Þá mun fólk sem nú segist ætla að styðja Pírata vegna þess að þeim sé svo umhugað um tölvur og internet og „alls konar“ svo vitnað sé í aðra stjórnmálahreyfingu sem naut skyndikynna við þjóðina; þá verður að nýju horft til stjórnmálahreyfinga sem eru með raunverulegar lausnir til úrbóta fyrir hina daglegu lífsbaráttu og sem meira er, þora að standa og falla með þeim. Við búum við ofríki efnahags- og stjórnmálaafla sem eina ferðina enn er að takast að koma samfélaginu undir hæl sinn. Það má ekki gerast og það mun ekki gerast ef við erum staðráðin í að fara aldrei sjálf að nýju undir þann hæl.Úr ræningjahöndum Fyrir næstu kosningar mætti hugsa sér að félagslega sinnað fólk sameinaðist um hundrað daga áætlun eins og Svarti hópurinn svonefndi innan Verkamannasambandsins talaði fyrir í aðdraganda Þjóðarsáttarinnar árið 1989. Þarna voru Pétur Sigurðsson, Vestfjarðargoði og Guðmundur Jaki í forystu. BSRB var á svipaðri slóð og reið reyndar á vaðið í jafnlaunasamningum þessa vordaga. Í ársbyrjun 1990 kom Þjóðarsáttin. Hún kvað niður þrjátíu prósenta verðbólgu og lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. En sáttin varði stutt enda þá komin til valda ríkisstjórn sem vildi rukka á sjúkrahúsum og einkavæða innviðina. Þá þurfti að nýju að leggjast í víking. Einmitt það þarf að gera núna. Ekki með nýrri þjóðarsátt eins og þeirri gömlu. Heldur með baráttu. Alvöru baráttu fyrir alvöru jöfnuði, alvöru yfirráðum almennings yfir samfélagi sínu. Verkefnið er ekki smátt. Það snýst um að frelsa samfélagið úr ræningjahöndum og innleiða pólitík sem þjónar samfélaginu í anda réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu skrifaði ég grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni, „Það þarf að byrja upp á nýtt!“ Frá því greinin birtist hafa margir tekið undir þetta í mín eyru og sagt að nákvæmlega þessa væri þörf. Félagshyggjufólk þyrfti að endurmeta gildi sín og alla nálgun að stjórnmálum. Staðreyndin væri sú að vinstri menn hefðu glatað tiltrú vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum.Ný-ung Einhverjir skildu skrif mín svo að ég væri að segja Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sérstaklega til syndanna, vildi stofna nýjan flokk og molaskrifari Fréttablaðsins gantaðist með að í slíkum flokki kæmi ungliðahreyfingin án efa til með að heita Ný-ung. Það er prýðisnafn. Hitt er annað mál að fyrir mér vakir ekki að skammast út í fólk eða flokka. Ég er einfaldlega að hvetja vinstrimenn til að ganga í endurnýjun lífdaganna með hugsjónir sínar og stefnumál. Ég er þar með að höfða almennt til allra þeirra sem vilja byggja samfélagið á samstarfi og samvinnu en ekki samkeppni og peningahyggju.Nóg komið af flokkum með „alls konar“ Jafnaðarstefna sem þorir að gangast við sjálfri sér á nefnilega erindi við samtímann og við framtíðina. Sanni menn til. Þegar við sýnum fram á að við ætlum að stofna samfélagsbanka, hætta öllu daðri við hugmyndir um að selja orkufyrirtæki, vatnsveitur, hættum að rukka sjúklinga, ræðum það í alvöru hvort miðstýrt regluverk Hins evrópska efnahagssvæðis standist kröfur okkar um fullveldi og lýðræði; þegar við sýnum og sönnum með gerðum okkar að við munum framfylgja félagslega ábyrgri stefnu og aldrei láta glepjast af tálsýnum peningahyggjunnar, þá munum við endurheimta traust og tiltrú. Þá mun fólk sem nú segist ætla að styðja Pírata vegna þess að þeim sé svo umhugað um tölvur og internet og „alls konar“ svo vitnað sé í aðra stjórnmálahreyfingu sem naut skyndikynna við þjóðina; þá verður að nýju horft til stjórnmálahreyfinga sem eru með raunverulegar lausnir til úrbóta fyrir hina daglegu lífsbaráttu og sem meira er, þora að standa og falla með þeim. Við búum við ofríki efnahags- og stjórnmálaafla sem eina ferðina enn er að takast að koma samfélaginu undir hæl sinn. Það má ekki gerast og það mun ekki gerast ef við erum staðráðin í að fara aldrei sjálf að nýju undir þann hæl.Úr ræningjahöndum Fyrir næstu kosningar mætti hugsa sér að félagslega sinnað fólk sameinaðist um hundrað daga áætlun eins og Svarti hópurinn svonefndi innan Verkamannasambandsins talaði fyrir í aðdraganda Þjóðarsáttarinnar árið 1989. Þarna voru Pétur Sigurðsson, Vestfjarðargoði og Guðmundur Jaki í forystu. BSRB var á svipaðri slóð og reið reyndar á vaðið í jafnlaunasamningum þessa vordaga. Í ársbyrjun 1990 kom Þjóðarsáttin. Hún kvað niður þrjátíu prósenta verðbólgu og lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. En sáttin varði stutt enda þá komin til valda ríkisstjórn sem vildi rukka á sjúkrahúsum og einkavæða innviðina. Þá þurfti að nýju að leggjast í víking. Einmitt það þarf að gera núna. Ekki með nýrri þjóðarsátt eins og þeirri gömlu. Heldur með baráttu. Alvöru baráttu fyrir alvöru jöfnuði, alvöru yfirráðum almennings yfir samfélagi sínu. Verkefnið er ekki smátt. Það snýst um að frelsa samfélagið úr ræningjahöndum og innleiða pólitík sem þjónar samfélaginu í anda réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun