Körfubolti

Caird samdi við Tindastól

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Chris Caird skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls en það var staðfest á feykir.is í dag.

Caird spilaði vel með FSu í vetur. Þegar hann meiddist var hann með19,4 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik og ljóst að hann er Tindastóli mikill liðsstyrkur. Caird er Breti sem telst vera Íslendingur í Domino's-deildinni þar sem hann hefur verið með fasta búsetu hér á landi um árabil.

Darrel Lewis ætlar að taka eitt tímabil í vetur en óljóst er hvort að það verði með Tindastóli. Þá er ólíklegt að Darrell Flake verði áfram en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli.

Stólarnir ætla að leggja allt kapp á að halda ungu leikmönnum liðsins að sögn Stefáns Jónssonar, formanni körfuknattleiksdeildar félagsins.

Tindastóll komst í lokaúrslitin í fyrra en tapaði þá fyrir KR. Í ár komst liðið í undanúrslit þar sem það laut í lægra hald fyrir Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×