Ívar: Stórkostlegt að vera með alla þessa uppöldu stráka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 15:00 Þjálfararnir eru klárir í slaginn. „Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Sjá meira
„Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
"Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30