„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 06:00 Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu berjast um titilinn. Fréttablaðið/Stefán „Ég fæ ekkert samviskubit ef við vinnum. Hann er búinn að vinna bikarinn sinn í vetur og það verður að duga,“ segir Haukamaðurinn Finnur Atli Magnússon en hann mun mæta bróður sínum, Helga Má, og félögum hans í KR í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla í kvöld. Það verða síðustu leikir á ferli Helga Más sem í kjölfarið flyst búferlum til Bandaríkjanna. „Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en ég aðeins tvisvar þannig að það er gott að hann hætti í fjórum svo ég geti náð honum,“ bætir Finnur við. Helgi er eldri en Finnur og gerði honum lífið eflaust á stundum leitt er þeir voru yngri. „Eftir að hann var kominn upp í tvo metra þá hef ég lítið farið í það mál,“ segir Helgi léttur. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra fyrir bræðurna er sú staðreynd að þeir munu búa ofan í vasanum á hvor öðrum allt einvígið. Þeir eru báðir inni á hótel mömmu.Vísir„Ég er búinn að leigja íbúðina mína og er á leið utan á meðan Finnur og Helena, unnusta hans, eru í íbúðarleit. Þetta er samt allt í góðu. Við erum ekkert mikið að stríða hvor öðrum. Við höfum aldrei verið mikið í því,“ segir Helgi Már en Finnur Atli bendir á að það geti þó breyst snögglega. „Það veltur svolítið mikið á því hvernig fyrsti leikurinn fer. Þá þarf ég kannski að lemja aðeins í hnéð á honum eða bakið. Sjáum til,“ segir Finnur Atli og glottir. Móðir þeirra er þó ekki heima til þess að hugsa um strákana sína. Hún er í Washington með eiginkonu Helga og barnabörnum. Hver eldar þá? „Ég elda fyrir mig og Helenu en Helgi getur étið það sem úti frýs,“ segir Finnur Atli grjótharður og bætir við að Helgi geti hitað sér örbylgjurétti. Helgi Már segir að óneitanlega sé það bæði sérstakt og skemmtilegt að fá að glíma við bróður sinn í lokaleikjum ferilsins. „Þetta verður eftirminnilegt seinna meir. Nú er það bara KR og Haukar en það verður gaman að rifja það upp síðar að síðustu leikirnir hafi verið gegn Finni,“ segir Helgi Már og Finnur Atli tekur í sama streng.Visir/Stefán„Það er mjög gaman fyrir mig að spila gegn Helga sem og gegn mínu uppeldisfélagi. Ég sagði fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur að ég vildi ekkert fá Njarðvík í úrslitum. Það fannst mér ekkert spennandi. Ég vildi fá KR þar sem Helgi er að klára ferilinn. Það er búið að spá KR titlinum frá því síðasta haust og það hefur ekkert breyst. KR er sigurstranglegra liðið en Haukar koma í úrslitaeinvígið á fljúgandi siglingu eftir að hafa skellt Tindastóli 3-1. „Við erum kannski með aðeins reyndara lið en með tilkomu Finns og sterka Kanans sem kom eftir áramót þá hefur það aðeins breyst hjá Haukunum. Við höfum ekki enn mætt þessu Haukaliði. Spiluðum við þá í janúar þegar illa gekk hjá þeim. Við eigum eftir að prufa þetta Haukalið og þeir hafa verið svakalega flottir eftir áramót,“ segir Helgi Már og Finnur Atli viðurkennir að sjálfstraustið sé mikið hjá Haukunum þessa dagana.Vísir„Okkur líður vel núna. Brandon Mobley tók sér smá tíma í að læra inn á boltann hérna en hefur verið mjög flottur upp á síðkastið og sérstaklega gegn Stólunum. Stólarnir reyndu að komast í hausinn á honum en hann hélt haus. Við höfum fulla trú á því að við getum unnið þetta,“ segir Finnur og bætir við að það henti Haukunum að vera talaðir niður. „Það héldu flestir að Þór myndi vinna okkur. Það héldu allir að Stólarnir myndu vinna okkur og Tindastólsmenn fögnuðu þegar ljóst var að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum KR í undanúrslitunum. Þeir voru farnir að búa sig undir KR í úrslitunum. Við spiluðum vel og áttum skilið að fara áfram. Það er mikið sjálfstraust og það truflar okkur ekkert að fólk hafi ekki trú á okkur. Við vissum vel að við gætum þetta,“ segir Finnur Atli en KR er með reynsluna og þekkir þessa pressu. „Það er eðlilegt að fólk spái okkur titli enda erum við vel mannaðir. Við erum samt nýkomnir úr oddaleik þannig að það má ekki mikið út af bera. Það er pressa á okkur að vinna og við ætlum okkur að vinna. Að sama skapi berum við fulla virðingu fyrir þessu Haukaliði sem er verðskuldað komið í úrslit,“ segir Helgi Már. Dominos-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
„Ég fæ ekkert samviskubit ef við vinnum. Hann er búinn að vinna bikarinn sinn í vetur og það verður að duga,“ segir Haukamaðurinn Finnur Atli Magnússon en hann mun mæta bróður sínum, Helga Má, og félögum hans í KR í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla í kvöld. Það verða síðustu leikir á ferli Helga Más sem í kjölfarið flyst búferlum til Bandaríkjanna. „Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en ég aðeins tvisvar þannig að það er gott að hann hætti í fjórum svo ég geti náð honum,“ bætir Finnur við. Helgi er eldri en Finnur og gerði honum lífið eflaust á stundum leitt er þeir voru yngri. „Eftir að hann var kominn upp í tvo metra þá hef ég lítið farið í það mál,“ segir Helgi léttur. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra fyrir bræðurna er sú staðreynd að þeir munu búa ofan í vasanum á hvor öðrum allt einvígið. Þeir eru báðir inni á hótel mömmu.Vísir„Ég er búinn að leigja íbúðina mína og er á leið utan á meðan Finnur og Helena, unnusta hans, eru í íbúðarleit. Þetta er samt allt í góðu. Við erum ekkert mikið að stríða hvor öðrum. Við höfum aldrei verið mikið í því,“ segir Helgi Már en Finnur Atli bendir á að það geti þó breyst snögglega. „Það veltur svolítið mikið á því hvernig fyrsti leikurinn fer. Þá þarf ég kannski að lemja aðeins í hnéð á honum eða bakið. Sjáum til,“ segir Finnur Atli og glottir. Móðir þeirra er þó ekki heima til þess að hugsa um strákana sína. Hún er í Washington með eiginkonu Helga og barnabörnum. Hver eldar þá? „Ég elda fyrir mig og Helenu en Helgi getur étið það sem úti frýs,“ segir Finnur Atli grjótharður og bætir við að Helgi geti hitað sér örbylgjurétti. Helgi Már segir að óneitanlega sé það bæði sérstakt og skemmtilegt að fá að glíma við bróður sinn í lokaleikjum ferilsins. „Þetta verður eftirminnilegt seinna meir. Nú er það bara KR og Haukar en það verður gaman að rifja það upp síðar að síðustu leikirnir hafi verið gegn Finni,“ segir Helgi Már og Finnur Atli tekur í sama streng.Visir/Stefán„Það er mjög gaman fyrir mig að spila gegn Helga sem og gegn mínu uppeldisfélagi. Ég sagði fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur að ég vildi ekkert fá Njarðvík í úrslitum. Það fannst mér ekkert spennandi. Ég vildi fá KR þar sem Helgi er að klára ferilinn. Það er búið að spá KR titlinum frá því síðasta haust og það hefur ekkert breyst. KR er sigurstranglegra liðið en Haukar koma í úrslitaeinvígið á fljúgandi siglingu eftir að hafa skellt Tindastóli 3-1. „Við erum kannski með aðeins reyndara lið en með tilkomu Finns og sterka Kanans sem kom eftir áramót þá hefur það aðeins breyst hjá Haukunum. Við höfum ekki enn mætt þessu Haukaliði. Spiluðum við þá í janúar þegar illa gekk hjá þeim. Við eigum eftir að prufa þetta Haukalið og þeir hafa verið svakalega flottir eftir áramót,“ segir Helgi Már og Finnur Atli viðurkennir að sjálfstraustið sé mikið hjá Haukunum þessa dagana.Vísir„Okkur líður vel núna. Brandon Mobley tók sér smá tíma í að læra inn á boltann hérna en hefur verið mjög flottur upp á síðkastið og sérstaklega gegn Stólunum. Stólarnir reyndu að komast í hausinn á honum en hann hélt haus. Við höfum fulla trú á því að við getum unnið þetta,“ segir Finnur og bætir við að það henti Haukunum að vera talaðir niður. „Það héldu flestir að Þór myndi vinna okkur. Það héldu allir að Stólarnir myndu vinna okkur og Tindastólsmenn fögnuðu þegar ljóst var að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum KR í undanúrslitunum. Þeir voru farnir að búa sig undir KR í úrslitunum. Við spiluðum vel og áttum skilið að fara áfram. Það er mikið sjálfstraust og það truflar okkur ekkert að fólk hafi ekki trú á okkur. Við vissum vel að við gætum þetta,“ segir Finnur Atli en KR er með reynsluna og þekkir þessa pressu. „Það er eðlilegt að fólk spái okkur titli enda erum við vel mannaðir. Við erum samt nýkomnir úr oddaleik þannig að það má ekki mikið út af bera. Það er pressa á okkur að vinna og við ætlum okkur að vinna. Að sama skapi berum við fulla virðingu fyrir þessu Haukaliði sem er verðskuldað komið í úrslit,“ segir Helgi Már.
Dominos-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum