Litla systir ofurfyrirsætunnar Kate Moss, Charlotte Moss, fetar í fótspor stóru systur og er í fyrsta sinn á forsíðu franska Vogue.
Hin 18 ára Charlotte, eða Lottie eins og hún er kölluð, situr fyrir á forsíðunni ásamt fyrirsætunni Lucky Blue Smith og var það Mario Testino sem tók myndina.
Þrátt fyrir ungan aldur þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún fetar í fótspor systur sinnar en hún sat fyrir í auglýsingaherferð fyrir Calvin Klein líkt og hún gerði fyrir rúmum áratug síðan.
Fetar í fótspor stóru systur
