Körfubolti

Logi: „Ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Gunnarsson með Njarðvík.
Logi Gunnarsson með Njarðvík. vísir
„Samheldni og liðskörfubolti skilaði þessum sigri í kvöld,“ segir Logi Gunnarsson, eftir sigurinn á KR. Njarðvík tryggði sér oddaleik gegn KR á föstudagskvöldið en leikurinn fer þá fram í DHL-höllinni. Liðið sem vinnur þann leik mætir Haukum í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla.

„Sumir eru upp og niður í kvöld. Haukur var óheppinn t.d. með skotin, og þá koma bara aðrir og stíga upp, eins og við höfum verið að gera í einvíginu. Mér finnst það merki um lið sem getur unnið titla og ég held að við séum á leiðinni þangað.“

Logi segir að Njarðvíkingar innilega trúi því að þeir geti orðið Íslandsmeistarar.

„Við ætlum að mæta í oddaleikinn og kvitta fyrir það sem gerðist í fyrra,“ segir Logi en KR sló út Njarðvík fyrir einu ári síðan,  þá í undanúrslitum og einnig í oddaleik í DHL-höllinni.

Logi setti mjög mikilvægan þrist og kom Njarðvík í 70-66 þegar 47 sekúndur voru eftir

„Þegar svona staða kemur upp þá veit maður að tímabilið er undir og ég er búinn að vera í þessu í mörg ár og skjóta mörgum svona skotum. Maður verður að skjóta til þess að eiga séns. Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik.“


Tengdar fréttir

Gerðist síðast fyrir sjö árum síðan

Bæði karla- og kvennalið Hauka munu spila um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár eftir að meistaraflokkar félagsins tryggðu sér sigur í undanúrslitaeinvígum sínum á mánudags- og þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×