Við erum öll jafnaðarmenn Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar