Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 74-68 | Njarðvík náði í oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2016 20:45 Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik. vísir/anton Njarðvík tryggði sér oddaleik gegn KR eftir ótrúlegan sigur, 74-68, í Ljónagryfjunni í kvöld. Liðin þurfa því að mætast aftur í fimmta leik á föstudagskvöldið í DHL-höllinni. Þetta hófst ekki vel fyrir KR-inga í kvöld en Pavel Ermolinskij tognaði aftan í kálfanum í upphitun og byrjaði á bekknum hjá KR. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu af þvílíkum krafti og það var með ólíkindum að fylgjast með baráttunni í þeim grænu. KR-ingar skoruðu ekki stig fyrstu mínúturnar og komust Njarðvíkingar í 14-0. Það tók KR fimm mínútur að komast á blað í þessum leik og var hrein unun að fylgjast með heimamönnum. Maciej Baginski var magnaður í upphafi leiksins fyrir Njarðvíkinga og fór fyrir heimamönnum. Njarðvíkingar komust í 18-3 þegar KR-ingar vöknuðu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-14 og KR-ingar komnir inn í dæmið. Það tók KR-ingar aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn í öðrum leikhluta og réðu Njarðvíkingar ekkert við Michael Craion, leikmann KR, undir körfunni. Helgi Magnússon hrökk síðan heldur betur í gang í öðrum leikhluta og setti hann tvær þriggja stiga körfur á mikilvægum tímapunkti og kom KR í 30-24. KR-ingar voru virkilega sterkir í öðrum leikhluta og skoruðu nokkra virkilega mikilvægar þriggja stiga körfur og leiddu leikinn 42-34 í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og sýndu aftur þessa vörn sem þeir voru að spila í fyrsta leikhluta. Fljótlega var staðan orðin 48-45 fyrir Njarðvík og þakið ætlaði af Ljónagryfjunni. Haukur Helgi Pálsson var ekki að finna sig í leiknum í kvöld en þá komu þeir Jeremy Atkinson, Maciej Baginski og Logi Gunnarsson heldur betur inn í leikinn með krafti. Staðan eftir þrjá leikhluta var 60-54 fyrir Njarðvík og enn mikil spenna í Ljónagryfjunni. KR-ingar voru ekki lengi að éta upp forskot Njarðvíkinga og var liðið komið yfir 63-62 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Craion mætti aftur í vinnuna og fór að setja niður skot. Þegar staðan var 65-65 náði hvorugt liðið að skora stig í yfir fjórar mínútur. Algjörlega magnaður kafli og var því staðan 65-65 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Logi Gunnarsson setti niður gríðarlega mikilvægan þrist þegar 47 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 70-66. Þetta var karfan sem í raun gerði útum leikinn og Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik með mögnuðum 74-68 sigri. Oddaleikurinn fer fram á föstudagskvöldi og auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport. Jeremy Atkinson var frábær í liði Njarðvíkur og gerði 29 stig. Michael Craion var með 28 stig fyrir KR.Njarðvík-KR 74-68 (19-14, 15-28, 26-12, 14-14) Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.KR: Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Pavel Ermolinskij 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Finnur Freyr: Í svona leikjum skipta litlu hlutirnir máliFinnur Freyr„Mér fannst bara ekkert ganga með okkur undir lokin og skotin bara hristust upp úr hringnum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að koma okkur í fín færi en þetta bara gekk ekki í kvöld. Logi [Gunnarsson] náði stóru sóknarfrákasti hérna undir lokin sem gerði mikið fyrir þá.“ Finnur segir að það séu litlu hlutirnir sem gildi í svona leikjum og það hafi fallið með Njarðvík í kvöld. „Þetta voru bara tvö góð lið að spila og við náðu forskoti í lok fyrri hálfleiks. Þeir koma síðan sterkir inn í síðari hálfleiknum og það hefði rosalega lítið þurft að gerast til að við hefðum unnið þennan leik í kvöld.“ Finnur segir vera staðráðin í því að taka oddaleikinn á föstudaginn. Atkinson: Það stigu allir upp í kvöld„Það stigu allir upp í kvöld,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur , sem átti frábæran leik í kvöld. „Þegar Haukur er ekki að hitta eins vel og vanalega þá komu menn eins og Logi og Maciej inn í leikinn með þvílíkum krafti. Við spiluðum bara eins og lið í kvöld og það skilaði okkur þessum sigri.“ Atkinson segir að körfubolti sé íþrótta áhlaupa og það hafi svo sannarlega einkennt þetta einvígi. „KR-ingar eru með ótrúlegt lið og alltaf með fjóra frábæra leikmenn inni á vellinum í einu. Það eina sem hægt er að gera er að halda þeim í skefjum eins mikið og hægt er, og reyna stjórna leiknum.“ Hann segir að liðið sé ekki tilbúið að fara í sumarfrí. „Við enduðum í sjöunda sæti í deildinni og það gaf auðvitað alls ekki rétta mynd af styrk liðsins. Við ætlum okkur alla leið í ár.“ "Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik“Logi í leik með Njarðvík„Samheldni og liðskörfubolti skilaði þessum sigri í kvöld,“ segir Logi Gunnarsson, eftir sigurinn á KR. „Sumir eru upp og niður í kvöld. Haukur var óheppinn t.d. með skotin, og þá koma bara aðrir og stíga upp, eins og við höfum verið að gera í einvíginu. Mér finnst það merki um lið sem getur unnið titla og ég held að við séum á leiðinni þangað.“ Logi segir að Njarðvíkingar innilega trúi því að þeir geti orðið Íslandsmeistarar. „Við ætlum að mæta í oddaleikinn og kvitta fyrir það sem gerðist í fyrra,“ segir Logi en KR sló út Njarðvík fyrir einu ári síðan, þá í undanúrslitum og einnig í oddaleik í DHL-höllinni. Logi setti mjög mikilvægan þrist og kom Njarðvík í 70-66 þegar 47 sekúndur voru eftir. „Þegar svona staða kemur upp þá veit maður að tímabilið er undir og ég er búinn að vera í þessu í mörg ár og skjóta mörgum svona skotum. Maður verður að skjóta til þess að eiga séns. Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Njarðvík tryggði sér oddaleik gegn KR eftir ótrúlegan sigur, 74-68, í Ljónagryfjunni í kvöld. Liðin þurfa því að mætast aftur í fimmta leik á föstudagskvöldið í DHL-höllinni. Þetta hófst ekki vel fyrir KR-inga í kvöld en Pavel Ermolinskij tognaði aftan í kálfanum í upphitun og byrjaði á bekknum hjá KR. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu af þvílíkum krafti og það var með ólíkindum að fylgjast með baráttunni í þeim grænu. KR-ingar skoruðu ekki stig fyrstu mínúturnar og komust Njarðvíkingar í 14-0. Það tók KR fimm mínútur að komast á blað í þessum leik og var hrein unun að fylgjast með heimamönnum. Maciej Baginski var magnaður í upphafi leiksins fyrir Njarðvíkinga og fór fyrir heimamönnum. Njarðvíkingar komust í 18-3 þegar KR-ingar vöknuðu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-14 og KR-ingar komnir inn í dæmið. Það tók KR-ingar aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn í öðrum leikhluta og réðu Njarðvíkingar ekkert við Michael Craion, leikmann KR, undir körfunni. Helgi Magnússon hrökk síðan heldur betur í gang í öðrum leikhluta og setti hann tvær þriggja stiga körfur á mikilvægum tímapunkti og kom KR í 30-24. KR-ingar voru virkilega sterkir í öðrum leikhluta og skoruðu nokkra virkilega mikilvægar þriggja stiga körfur og leiddu leikinn 42-34 í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og sýndu aftur þessa vörn sem þeir voru að spila í fyrsta leikhluta. Fljótlega var staðan orðin 48-45 fyrir Njarðvík og þakið ætlaði af Ljónagryfjunni. Haukur Helgi Pálsson var ekki að finna sig í leiknum í kvöld en þá komu þeir Jeremy Atkinson, Maciej Baginski og Logi Gunnarsson heldur betur inn í leikinn með krafti. Staðan eftir þrjá leikhluta var 60-54 fyrir Njarðvík og enn mikil spenna í Ljónagryfjunni. KR-ingar voru ekki lengi að éta upp forskot Njarðvíkinga og var liðið komið yfir 63-62 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Craion mætti aftur í vinnuna og fór að setja niður skot. Þegar staðan var 65-65 náði hvorugt liðið að skora stig í yfir fjórar mínútur. Algjörlega magnaður kafli og var því staðan 65-65 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Logi Gunnarsson setti niður gríðarlega mikilvægan þrist þegar 47 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 70-66. Þetta var karfan sem í raun gerði útum leikinn og Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik með mögnuðum 74-68 sigri. Oddaleikurinn fer fram á föstudagskvöldi og auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport. Jeremy Atkinson var frábær í liði Njarðvíkur og gerði 29 stig. Michael Craion var með 28 stig fyrir KR.Njarðvík-KR 74-68 (19-14, 15-28, 26-12, 14-14) Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.KR: Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Pavel Ermolinskij 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Finnur Freyr: Í svona leikjum skipta litlu hlutirnir máliFinnur Freyr„Mér fannst bara ekkert ganga með okkur undir lokin og skotin bara hristust upp úr hringnum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að koma okkur í fín færi en þetta bara gekk ekki í kvöld. Logi [Gunnarsson] náði stóru sóknarfrákasti hérna undir lokin sem gerði mikið fyrir þá.“ Finnur segir að það séu litlu hlutirnir sem gildi í svona leikjum og það hafi fallið með Njarðvík í kvöld. „Þetta voru bara tvö góð lið að spila og við náðu forskoti í lok fyrri hálfleiks. Þeir koma síðan sterkir inn í síðari hálfleiknum og það hefði rosalega lítið þurft að gerast til að við hefðum unnið þennan leik í kvöld.“ Finnur segir vera staðráðin í því að taka oddaleikinn á föstudaginn. Atkinson: Það stigu allir upp í kvöld„Það stigu allir upp í kvöld,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur , sem átti frábæran leik í kvöld. „Þegar Haukur er ekki að hitta eins vel og vanalega þá komu menn eins og Logi og Maciej inn í leikinn með þvílíkum krafti. Við spiluðum bara eins og lið í kvöld og það skilaði okkur þessum sigri.“ Atkinson segir að körfubolti sé íþrótta áhlaupa og það hafi svo sannarlega einkennt þetta einvígi. „KR-ingar eru með ótrúlegt lið og alltaf með fjóra frábæra leikmenn inni á vellinum í einu. Það eina sem hægt er að gera er að halda þeim í skefjum eins mikið og hægt er, og reyna stjórna leiknum.“ Hann segir að liðið sé ekki tilbúið að fara í sumarfrí. „Við enduðum í sjöunda sæti í deildinni og það gaf auðvitað alls ekki rétta mynd af styrk liðsins. Við ætlum okkur alla leið í ár.“ "Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik“Logi í leik með Njarðvík„Samheldni og liðskörfubolti skilaði þessum sigri í kvöld,“ segir Logi Gunnarsson, eftir sigurinn á KR. „Sumir eru upp og niður í kvöld. Haukur var óheppinn t.d. með skotin, og þá koma bara aðrir og stíga upp, eins og við höfum verið að gera í einvíginu. Mér finnst það merki um lið sem getur unnið titla og ég held að við séum á leiðinni þangað.“ Logi segir að Njarðvíkingar innilega trúi því að þeir geti orðið Íslandsmeistarar. „Við ætlum að mæta í oddaleikinn og kvitta fyrir það sem gerðist í fyrra,“ segir Logi en KR sló út Njarðvík fyrir einu ári síðan, þá í undanúrslitum og einnig í oddaleik í DHL-höllinni. Logi setti mjög mikilvægan þrist og kom Njarðvík í 70-66 þegar 47 sekúndur voru eftir. „Þegar svona staða kemur upp þá veit maður að tímabilið er undir og ég er búinn að vera í þessu í mörg ár og skjóta mörgum svona skotum. Maður verður að skjóta til þess að eiga séns. Það er ekkert sem ég þrái heitara en að fá annan séns til að kvitta fyrir síðasta oddaleik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli