Samtökin 78 vilja fræða börn um hinsegin málefni með sögunni af riddaranum Sedrik Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2016 11:11 Prinsinn og Sedrik fella hugi saman í sögunni af Hugrakkasta riddaranum. Samtökin 78 hafa gefið söguna um Hugrakkasta riddarann út á íslensku sem er ætlað sem fræðsluefni fyrir börn um hvað það er að vera hinsegin. Höfundur myndarinnar er eftir Daniel Errico en þýðingin var í höndum Veturliða Guðnason. Er verkefnið styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Myndin segir frá Sedrik sem elst upp á fátæku graskersræktarbúi. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og tekur loks stöðu riddara og bjargar systkinum úr ánauð sem eru prinsessa og prins. Prinsessan verður ástfangin af Sedrik og vill giftast honum en Sedrik neitar henni því hann er ástfanginn af prinsinum. Saman fara þeir og hitta kónginn og drottninguna, foreldra prinsins, og verður kóngurinn afar reiður í fyrstu en sér svo seinna meir að sér og veitir Sedrik og prinsinum blessun sína.Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna 78, segir samtökin vilja fara í einhverskonar samstarf við fræðsluyfirvöld þannig að myndin verði sýnd þriðjubekkingum í grunnskólum. „Þær viðræður eru ekki farnar af stað en væri vel til fundið því þetta er kjörið til að vekja upp umræður um hvað er að vera hinsegin hvað orðið hommi þýðir svo krakkar hætti að nota það í niðrandi tilgangi,“ segir Auður. Hún segir nánast ekkert barnaefni til á íslensku sem sýnir hinsegin veruleika. „Þá hafa krakkar sem annað hvort vita að þau eru hinsegin eða vita það ekki þá hafa þau samt ekki tækifæri til að spegla það sem þau eru að upplifa í menningunni sem er svo brjálæðislega mikilvægt fyrir fólk sem er að móta sjálfsmyndina. Þetta er auðvitað fræðsluefni fyrir þá sem eru ekki hinsegin en þetta er lífsnauðsynlegt fyrir þá sem eru hinsegin. Þó þú sért í þriðja bekk og veist ekki enn hver þú ert, þá er þetta nesti inn í unglingsárin þín eftir nokkur ár,“ segir Auður. Sjá má myndina hér fyrir neðan: Hinsegin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Samtökin 78 hafa gefið söguna um Hugrakkasta riddarann út á íslensku sem er ætlað sem fræðsluefni fyrir börn um hvað það er að vera hinsegin. Höfundur myndarinnar er eftir Daniel Errico en þýðingin var í höndum Veturliða Guðnason. Er verkefnið styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Myndin segir frá Sedrik sem elst upp á fátæku graskersræktarbúi. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og tekur loks stöðu riddara og bjargar systkinum úr ánauð sem eru prinsessa og prins. Prinsessan verður ástfangin af Sedrik og vill giftast honum en Sedrik neitar henni því hann er ástfanginn af prinsinum. Saman fara þeir og hitta kónginn og drottninguna, foreldra prinsins, og verður kóngurinn afar reiður í fyrstu en sér svo seinna meir að sér og veitir Sedrik og prinsinum blessun sína.Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna 78, segir samtökin vilja fara í einhverskonar samstarf við fræðsluyfirvöld þannig að myndin verði sýnd þriðjubekkingum í grunnskólum. „Þær viðræður eru ekki farnar af stað en væri vel til fundið því þetta er kjörið til að vekja upp umræður um hvað er að vera hinsegin hvað orðið hommi þýðir svo krakkar hætti að nota það í niðrandi tilgangi,“ segir Auður. Hún segir nánast ekkert barnaefni til á íslensku sem sýnir hinsegin veruleika. „Þá hafa krakkar sem annað hvort vita að þau eru hinsegin eða vita það ekki þá hafa þau samt ekki tækifæri til að spegla það sem þau eru að upplifa í menningunni sem er svo brjálæðislega mikilvægt fyrir fólk sem er að móta sjálfsmyndina. Þetta er auðvitað fræðsluefni fyrir þá sem eru ekki hinsegin en þetta er lífsnauðsynlegt fyrir þá sem eru hinsegin. Þó þú sért í þriðja bekk og veist ekki enn hver þú ert, þá er þetta nesti inn í unglingsárin þín eftir nokkur ár,“ segir Auður. Sjá má myndina hér fyrir neðan:
Hinsegin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira