Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 68-70 | Fullkomin afmælisgjöf Hauka Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2016 21:30 Kári Jónsson tryggði Haukum sigurinn. vísir/ernir Haukar komust í kvöld í úrslitaeinvígið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sigur á Tindastóli, 70-68, í rafmögnuðum spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki. Þetta er fullkomin afmælisgjöf fyrir Haukana sem eiga 85 ára afmæli í dag. Haukar komust síðast í úrslitin fyrir 23 árum þegar þeir töpuðu fyrir Keflavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Haukar komast í úrslit í átta liða úrslitakeppni. Stólarnir vissu alveg hvað var undir í kvöld og byrjuðu leikinn þannig. Haukarnir hafa oftast verið að koma sterkari til leiks í rimmunni en nú voru það heimamenn sem höfðu frumkvæðið framan af. Þeir náðu mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 21-13, en þetta einvígið hefur verið þannig að hvorugt liðið fær að stinga af. Og þannig var það líka að þessu sinni. Haukarnir skoruðu síðustu sex stiga leikhlutans og minnkuðu muninn í tvö stig, 21-19, áður en honum var lokið. Stólunum gekk betur framan af fyrri hálfleik að sækja inn í teig og skora þar sem Haukarnir hafa verið svo ótrúlega sterkir í úrslitakeppninni með þá Brandon Mobley og Finn Atla Magnússon í fararbroddi. Miklu munaði fyrir Stólana að Darrel Lewis vaknaði af værum blundi og var duglegur að sækja að körfunni. Darrel hefur verið nánast meðvitundarlaus í rimmunni og munar um minna fyrir heimamenn en þetta er stigahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með ríflega 20 stig að meðaltali í leik. Hann var mest búinn að skora 15 stig í fyrstu þremur leikjum liðanna en setti 14 í fyrri hálfleik í kvöld. Hann og Dempsey sáu meira og minna um að skora en heimamenn voru ekki að setja niður opnu færin fyrir utan sem hefðu getað komið þeim í þægilega forystu í fyrri hálfleik. Haukarnir voru heldur ekki að hitta í fyrri hálfleik, bæði lið um 25 prósent fyrir utan, en það truflar Hafnfirðingana bara ekki neitt. Um miðjan annan leikhluta settu Haukarnir aftur í gírinn í vörninni auk þess sem þeir voru að frákasta betur. Ekki bara í vörn heldur sókn þar sem þeir tóku sjö sóknarfráköst á móti tveimur og nýttu flest sín auka tækifæri. Haukarnir voru yfir í frákastabaráttunni í hálfleik, 21-15, þar sem þeir sýndu bara meiri vilja en heimamenn oft á tíðum að rífa niður boltann. Ekki oft sem það sést í Síkinu. Haukarnir voru meira að segja án Hjálmars Stefánssonar í kvöld vegna meiðsla en hann hefur verið að koma inn af krafti og taka nokkur fráköst. Kristinn Marinósson nýtti aftur á móti sínar mínútur mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta stig. Haukar komust mest í fjögurra stiga forystu undir lok fyrri hálfleiks en forskotið var ekki nema tvö stig þegar liðin gengu til búningsklefa, 39-41. Það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og það voru Haukar. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn 12-0 og náðu mest fjórtán stiga forskoti, 53-39. Þeir voru svo miklu hungraðri á þessum tímapunkti og virtist sem heimamenn væru einfaldlega að gefast upp. Allt fór ofan í hjá Haukunum á meðan Myron Dempsey og Darrel Lewis, sem var ekki jafn öflugur í þriðja leikhluta og hann var í fyrri hálfleik, brenndu af einföldum sniðskotum. Stuðningsmenn Hauka voru farnir að syngja og tralla og lífið lék við gestina. En þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Þer skoruðu fimmtán stig gegn þremur stigum Haukanna og minnkuðu muninn í eitt stig, 55-56. Pétur Rúnar Birgisson fór í ham og spilaði eins og herforinginn sem hann er. Átta stig frá honum í fjórðungnum og frábær spilamennska Myrons Dempsey var lykilinn að endurkomunni. Þeir tveir sáu um sóknarleik heimamenna í þriðja leikhluta en varnarleikur liðsins batnaði líka til muna. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 62-57 fyrir Haukana en eftir aðeins rúma mínútu var staðan orðin jöfn, 62-62, þegar Ingvi Rafn Ingvarsson setti niður galopinn þrist eftir fallegan undirbúning Darrel Lewis. Á þessum tímapunkti heyrði enginn í sjálfum sér hugsa fyrir látunum í húsinu. Stólarnir byrjuðu eins og Haukarnir í fjórða leikhluta og náðu 9-0 spretti. En rétt eins og Tindastóll gerði í þriðja leikhluta komu Haukar til baka og gerðu þetta að svakalegum leik þar sem hver karfa taldi nánast sem tvær undir lok leiksins. Kári Jónsson setti tvö vítaskot í stöðunni 68-68 þegar 23 sekúndur voru eftir og kom Haukum í 70-68. Strákurinn, sem er fyrir löngu orðinn að manni, var ískaldur og negldi vítin. Stólarnir fengu eitt skot til að jafna eða vinna og hitti Helgi Freyr Margeirsson úr þriggja stiga skoti þegar klukkan rann sitt skeið á enda. Haukarnir fögnuðu, en þurftu að bíða. Dómararnir vildu skoða upptökuna en hún staðfesti það sem þeir vissu. Þeir voru komnir í úrslit. Mikill fögnuður brast út enda Haukarnir búnir að setja sér það markmið að komast í úrslitin í ár. Þeir gætu líka verið á síðasta séns með stráka eins og Kára á leið í Háskóla að öllum líkindum. Furðulegu tímabili lauk á dapran hátt hjá Tindastóli. Margt gerðist fyrir norðan þetta tímabilið en á endanum voru Haukarnir bara betri í þessu einvígi. Þeir bíða nú annað hvort KR eða Njarðvíkur.Tindastóll-Haukar 68-70 (21-19, 18-22, 18-21, 11-8)Tindastóll: Myron Dempsey 24/8 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 3/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 3, Viðar Ágústsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst.Haukar: Brandon Mobley 16/16 fráköst, Kári Jónsson 15/4 fráköst, Kristinn Marinósson 11, Haukur Óskarsson 11/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Emil Barja 6/7 stoðsendingar, Kristinn Jónasson 1.Ívar Ásgrímsson ræðir við sína menn.Vísir/ErnirÍvar: Ég er búinn að segja ykkur þetta allt tímabilið Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega eitt bros þegar Vísir ræddi við hann skömmu eftir sigurinn í kvöld. Hann kvaðst alveg pottþéttur á að næstum því sigurskot Helga Freys kom of seint. "Ég var alveg 100 prósent á þessu. Það voru 0,6 sekúndur þegar sendingin var gefin þannig við vorum alveg með á hreinu að þetta var búið," sagði Ívar við Vísi. "En þetta skot var svakalegt hjá Helga. Hann tók nokkur svona í síðasta leik þannig við vorum búnir að tala um að líma okkur á hann. Við gerðum það en hann setti samt skotið." Ívar var virkilega kátur með spilamennsku sinna manna en hrósaði líka Stólunum sem voru nær því að spila sinn leik í kvöld heldur en áður í rimmunni. "Því miður fyrir Stólana tapa þeir. Þeir voru að spila vel í þessu einvígi og sérstaklega í þessum leik þar sem þeir náðu að stjórna hraðanum betur en áður. Við sýndum gríðarlegan karakter og erum búnir að sýna það í þessum einvígum gegn Þór og Tindastóli," sagði Ívar, en er hans lið ekki bara að sanna að það er svakalega gott? "Maður er ekkert annað en góður þegar maður vinnur Tindastól og sérstaklega þegar maður vinnur þá í Síkinu. Það var geðveik stemning hérna og áhorfendur beggja liða eiga mikið hrós skilið. Okkar stuðningsmenn voru frábærir í kvöld." Markmiðið þegar Ívar tók Haukunum fyrir fjórum árum var að komast í úrslitaeinvígið og verða Íslandsmeistari og nú er liðið að minnsta kosti komið í aðalrimmuna. "Þetta er árið. Við ætlum okkur alla leið. Við erum búnir að segja þetta allan tímann. Ég er búinn að segja þetta allt tímabilið en það trúði mér enginn," sagði Ívar og hló. "Þetta er raunin og nú er stærsta verkefnið eftir. Nú byrjum við bara að gíra okkur upp fyrir það. Þvílík afmælisgjöf fyrir Haukana líka. Við erum bæði með karla- og kvennalið í úrslitum. Þetta er stórkostlegt afrek. Það er gott að vera Haukari á þessu afmælisári," sagði Ívar Ásgrímsson.Helgi Rafn Viggósson var svekktur í leikslok.vísir/ernirHelgi Rafn: Verið rússíbani "Það er glatað að tapa þessu fyrir framan þetta frábæra stuðningsfólk," sagði svekktur Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Eftir að lenda 14 stigum undir í þriðja leikhluta voru Stólarnir komnir með leikinn í sínar hendur í þeim fjórða. "Það eru smáatriðin sem skipta máli. Allir leikirnir í þessari seríu unnust á smáatriðunum. Sniðskotin og hvor er á undan í gólfið og þannig. Við klikkuðum í smá stund og sérstaklega þegar við missum þá 14 stigum fram úr okkur," sagði Helgi Rafn. "Við vorum líka með leikinn í Hafnarfirði þannig þetta var bara klúður hjá okkur." Mikið hefur gengið á hjá Stólunum í vetur. Liðið skipti snemma um þjálfara og Kanabreytingar hafa verið nokkrar. Nú síðast var Anthony Gurley kvaddur í miðri undanúrslitarimmunni. Markmiðið var samt alltaf skýrt. "Við ætluðum okkur alla leið. Það er bara þannig. Það var markmið vetrarins. Þetta er búinn að vera rússíbani eins og þú segir. Það er búið að skipta um þjálfara og útlendinga en við komum samt á góðu skriði inn í úrslitakeppnina. Þetta hefði mátt fara betur," sagði Helgi Rafn. Fyrirliðinn hefur ekki áhyggjur af því að þetta hafi verið síðasta tækifærið hjá Stólunum að verða Íslandsmeistarar í einhvern tíma þar sem ungir menn í liðinu gætu verið á leið burt. "Það geta líka menn komið úr Reykjavík hingað norður. Það hafa nú komið hingað menn eins og Kristinn Friðriksson og Valur Ingimundarson. Menn geta alveg drifið sig hingað norður og gert góða hluti. Ég hef engar áhyggjur af því að glugginn hafi verið að lokast á okkur," sagði Helgi Rafn Viggósson.Kári Jónsson tryggði sigurinn í kvöld.Vísir/ErnirKári: Geggjað að vera Haukari í dag "Ég var nokkuð viss. Kiddi var fljótur að dæma þetta og maður verður að treysta honum í þessu," sagði Kári Jónsson, leikmaður Hauka, við Vísi aðspurður hvort hann var viss um að skot Helga Freys hafi komið of seint. Kári gat ekki annað en hrósað Tindastóli fyrir endurkomuna í þriðja leikhluta en hann var eðlilega sáttur með spilamennsku sinna manna. "Við verðum að hrósa þeim fyrir endurkomuna þar sem þeir voru að berjast fyrir lífi sínu en við gerðum samt svipað og í síðasta leik þegar við fórum að verja forskotið," sagði Kári. "Í staðinn fyrir að halda okkar striki og bæta frekar í fórum við að reyna að halda og passa að þeir myndu ekki ná okkur. Þá komu þeir gríðarlega sterkir til baka en við kláruðum þetta og sýndum mikinn karakter." Kári tryggði Haukunum sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 23 sekúndur voru eftir. Var hann ekkert stressaður á línunni? "Þetta er alltaf sama hreyfingin en maður reynir að einbeita sér eins mikið og maður getur. Það voru auðvitað rosaleg læti í húsinu en ég seti alla einbeitingu sem ég átti í skotin og þau foru ofan í sem var gott," sagði Kári, en er ekki kominn tími á að menn fari að tala betur um Haukana? "Aðalumræðan hefur ekkert verið hversu góðir við erum en það skiptir okkur engu máli. Við hugsum bara um okkur og hvað við getum. Við vitum alveg hvað við getum og nú eru þrír sigrar eftir," sagði hann. "Það er geggjað að vera Haukari í dag. Þetta er geggjuð afmælisgjöf fyrir Hauka. Þetta var markmiðið þegar Ívar tók við fyrir fjórum árum en við erum ekkert hættir. Okkur langar rosalega í þessa dollu og við gefum allt sem við getum í þetta," sagði Kári Jónsson.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Haukar komust í kvöld í úrslitaeinvígið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sigur á Tindastóli, 70-68, í rafmögnuðum spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki. Þetta er fullkomin afmælisgjöf fyrir Haukana sem eiga 85 ára afmæli í dag. Haukar komust síðast í úrslitin fyrir 23 árum þegar þeir töpuðu fyrir Keflavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Haukar komast í úrslit í átta liða úrslitakeppni. Stólarnir vissu alveg hvað var undir í kvöld og byrjuðu leikinn þannig. Haukarnir hafa oftast verið að koma sterkari til leiks í rimmunni en nú voru það heimamenn sem höfðu frumkvæðið framan af. Þeir náðu mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 21-13, en þetta einvígið hefur verið þannig að hvorugt liðið fær að stinga af. Og þannig var það líka að þessu sinni. Haukarnir skoruðu síðustu sex stiga leikhlutans og minnkuðu muninn í tvö stig, 21-19, áður en honum var lokið. Stólunum gekk betur framan af fyrri hálfleik að sækja inn í teig og skora þar sem Haukarnir hafa verið svo ótrúlega sterkir í úrslitakeppninni með þá Brandon Mobley og Finn Atla Magnússon í fararbroddi. Miklu munaði fyrir Stólana að Darrel Lewis vaknaði af værum blundi og var duglegur að sækja að körfunni. Darrel hefur verið nánast meðvitundarlaus í rimmunni og munar um minna fyrir heimamenn en þetta er stigahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með ríflega 20 stig að meðaltali í leik. Hann var mest búinn að skora 15 stig í fyrstu þremur leikjum liðanna en setti 14 í fyrri hálfleik í kvöld. Hann og Dempsey sáu meira og minna um að skora en heimamenn voru ekki að setja niður opnu færin fyrir utan sem hefðu getað komið þeim í þægilega forystu í fyrri hálfleik. Haukarnir voru heldur ekki að hitta í fyrri hálfleik, bæði lið um 25 prósent fyrir utan, en það truflar Hafnfirðingana bara ekki neitt. Um miðjan annan leikhluta settu Haukarnir aftur í gírinn í vörninni auk þess sem þeir voru að frákasta betur. Ekki bara í vörn heldur sókn þar sem þeir tóku sjö sóknarfráköst á móti tveimur og nýttu flest sín auka tækifæri. Haukarnir voru yfir í frákastabaráttunni í hálfleik, 21-15, þar sem þeir sýndu bara meiri vilja en heimamenn oft á tíðum að rífa niður boltann. Ekki oft sem það sést í Síkinu. Haukarnir voru meira að segja án Hjálmars Stefánssonar í kvöld vegna meiðsla en hann hefur verið að koma inn af krafti og taka nokkur fráköst. Kristinn Marinósson nýtti aftur á móti sínar mínútur mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta stig. Haukar komust mest í fjögurra stiga forystu undir lok fyrri hálfleiks en forskotið var ekki nema tvö stig þegar liðin gengu til búningsklefa, 39-41. Það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og það voru Haukar. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn 12-0 og náðu mest fjórtán stiga forskoti, 53-39. Þeir voru svo miklu hungraðri á þessum tímapunkti og virtist sem heimamenn væru einfaldlega að gefast upp. Allt fór ofan í hjá Haukunum á meðan Myron Dempsey og Darrel Lewis, sem var ekki jafn öflugur í þriðja leikhluta og hann var í fyrri hálfleik, brenndu af einföldum sniðskotum. Stuðningsmenn Hauka voru farnir að syngja og tralla og lífið lék við gestina. En þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Þer skoruðu fimmtán stig gegn þremur stigum Haukanna og minnkuðu muninn í eitt stig, 55-56. Pétur Rúnar Birgisson fór í ham og spilaði eins og herforinginn sem hann er. Átta stig frá honum í fjórðungnum og frábær spilamennska Myrons Dempsey var lykilinn að endurkomunni. Þeir tveir sáu um sóknarleik heimamenna í þriðja leikhluta en varnarleikur liðsins batnaði líka til muna. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 62-57 fyrir Haukana en eftir aðeins rúma mínútu var staðan orðin jöfn, 62-62, þegar Ingvi Rafn Ingvarsson setti niður galopinn þrist eftir fallegan undirbúning Darrel Lewis. Á þessum tímapunkti heyrði enginn í sjálfum sér hugsa fyrir látunum í húsinu. Stólarnir byrjuðu eins og Haukarnir í fjórða leikhluta og náðu 9-0 spretti. En rétt eins og Tindastóll gerði í þriðja leikhluta komu Haukar til baka og gerðu þetta að svakalegum leik þar sem hver karfa taldi nánast sem tvær undir lok leiksins. Kári Jónsson setti tvö vítaskot í stöðunni 68-68 þegar 23 sekúndur voru eftir og kom Haukum í 70-68. Strákurinn, sem er fyrir löngu orðinn að manni, var ískaldur og negldi vítin. Stólarnir fengu eitt skot til að jafna eða vinna og hitti Helgi Freyr Margeirsson úr þriggja stiga skoti þegar klukkan rann sitt skeið á enda. Haukarnir fögnuðu, en þurftu að bíða. Dómararnir vildu skoða upptökuna en hún staðfesti það sem þeir vissu. Þeir voru komnir í úrslit. Mikill fögnuður brast út enda Haukarnir búnir að setja sér það markmið að komast í úrslitin í ár. Þeir gætu líka verið á síðasta séns með stráka eins og Kára á leið í Háskóla að öllum líkindum. Furðulegu tímabili lauk á dapran hátt hjá Tindastóli. Margt gerðist fyrir norðan þetta tímabilið en á endanum voru Haukarnir bara betri í þessu einvígi. Þeir bíða nú annað hvort KR eða Njarðvíkur.Tindastóll-Haukar 68-70 (21-19, 18-22, 18-21, 11-8)Tindastóll: Myron Dempsey 24/8 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 3/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 3, Viðar Ágústsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst.Haukar: Brandon Mobley 16/16 fráköst, Kári Jónsson 15/4 fráköst, Kristinn Marinósson 11, Haukur Óskarsson 11/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Emil Barja 6/7 stoðsendingar, Kristinn Jónasson 1.Ívar Ásgrímsson ræðir við sína menn.Vísir/ErnirÍvar: Ég er búinn að segja ykkur þetta allt tímabilið Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega eitt bros þegar Vísir ræddi við hann skömmu eftir sigurinn í kvöld. Hann kvaðst alveg pottþéttur á að næstum því sigurskot Helga Freys kom of seint. "Ég var alveg 100 prósent á þessu. Það voru 0,6 sekúndur þegar sendingin var gefin þannig við vorum alveg með á hreinu að þetta var búið," sagði Ívar við Vísi. "En þetta skot var svakalegt hjá Helga. Hann tók nokkur svona í síðasta leik þannig við vorum búnir að tala um að líma okkur á hann. Við gerðum það en hann setti samt skotið." Ívar var virkilega kátur með spilamennsku sinna manna en hrósaði líka Stólunum sem voru nær því að spila sinn leik í kvöld heldur en áður í rimmunni. "Því miður fyrir Stólana tapa þeir. Þeir voru að spila vel í þessu einvígi og sérstaklega í þessum leik þar sem þeir náðu að stjórna hraðanum betur en áður. Við sýndum gríðarlegan karakter og erum búnir að sýna það í þessum einvígum gegn Þór og Tindastóli," sagði Ívar, en er hans lið ekki bara að sanna að það er svakalega gott? "Maður er ekkert annað en góður þegar maður vinnur Tindastól og sérstaklega þegar maður vinnur þá í Síkinu. Það var geðveik stemning hérna og áhorfendur beggja liða eiga mikið hrós skilið. Okkar stuðningsmenn voru frábærir í kvöld." Markmiðið þegar Ívar tók Haukunum fyrir fjórum árum var að komast í úrslitaeinvígið og verða Íslandsmeistari og nú er liðið að minnsta kosti komið í aðalrimmuna. "Þetta er árið. Við ætlum okkur alla leið. Við erum búnir að segja þetta allan tímann. Ég er búinn að segja þetta allt tímabilið en það trúði mér enginn," sagði Ívar og hló. "Þetta er raunin og nú er stærsta verkefnið eftir. Nú byrjum við bara að gíra okkur upp fyrir það. Þvílík afmælisgjöf fyrir Haukana líka. Við erum bæði með karla- og kvennalið í úrslitum. Þetta er stórkostlegt afrek. Það er gott að vera Haukari á þessu afmælisári," sagði Ívar Ásgrímsson.Helgi Rafn Viggósson var svekktur í leikslok.vísir/ernirHelgi Rafn: Verið rússíbani "Það er glatað að tapa þessu fyrir framan þetta frábæra stuðningsfólk," sagði svekktur Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Eftir að lenda 14 stigum undir í þriðja leikhluta voru Stólarnir komnir með leikinn í sínar hendur í þeim fjórða. "Það eru smáatriðin sem skipta máli. Allir leikirnir í þessari seríu unnust á smáatriðunum. Sniðskotin og hvor er á undan í gólfið og þannig. Við klikkuðum í smá stund og sérstaklega þegar við missum þá 14 stigum fram úr okkur," sagði Helgi Rafn. "Við vorum líka með leikinn í Hafnarfirði þannig þetta var bara klúður hjá okkur." Mikið hefur gengið á hjá Stólunum í vetur. Liðið skipti snemma um þjálfara og Kanabreytingar hafa verið nokkrar. Nú síðast var Anthony Gurley kvaddur í miðri undanúrslitarimmunni. Markmiðið var samt alltaf skýrt. "Við ætluðum okkur alla leið. Það er bara þannig. Það var markmið vetrarins. Þetta er búinn að vera rússíbani eins og þú segir. Það er búið að skipta um þjálfara og útlendinga en við komum samt á góðu skriði inn í úrslitakeppnina. Þetta hefði mátt fara betur," sagði Helgi Rafn. Fyrirliðinn hefur ekki áhyggjur af því að þetta hafi verið síðasta tækifærið hjá Stólunum að verða Íslandsmeistarar í einhvern tíma þar sem ungir menn í liðinu gætu verið á leið burt. "Það geta líka menn komið úr Reykjavík hingað norður. Það hafa nú komið hingað menn eins og Kristinn Friðriksson og Valur Ingimundarson. Menn geta alveg drifið sig hingað norður og gert góða hluti. Ég hef engar áhyggjur af því að glugginn hafi verið að lokast á okkur," sagði Helgi Rafn Viggósson.Kári Jónsson tryggði sigurinn í kvöld.Vísir/ErnirKári: Geggjað að vera Haukari í dag "Ég var nokkuð viss. Kiddi var fljótur að dæma þetta og maður verður að treysta honum í þessu," sagði Kári Jónsson, leikmaður Hauka, við Vísi aðspurður hvort hann var viss um að skot Helga Freys hafi komið of seint. Kári gat ekki annað en hrósað Tindastóli fyrir endurkomuna í þriðja leikhluta en hann var eðlilega sáttur með spilamennsku sinna manna. "Við verðum að hrósa þeim fyrir endurkomuna þar sem þeir voru að berjast fyrir lífi sínu en við gerðum samt svipað og í síðasta leik þegar við fórum að verja forskotið," sagði Kári. "Í staðinn fyrir að halda okkar striki og bæta frekar í fórum við að reyna að halda og passa að þeir myndu ekki ná okkur. Þá komu þeir gríðarlega sterkir til baka en við kláruðum þetta og sýndum mikinn karakter." Kári tryggði Haukunum sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 23 sekúndur voru eftir. Var hann ekkert stressaður á línunni? "Þetta er alltaf sama hreyfingin en maður reynir að einbeita sér eins mikið og maður getur. Það voru auðvitað rosaleg læti í húsinu en ég seti alla einbeitingu sem ég átti í skotin og þau foru ofan í sem var gott," sagði Kári, en er ekki kominn tími á að menn fari að tala betur um Haukana? "Aðalumræðan hefur ekkert verið hversu góðir við erum en það skiptir okkur engu máli. Við hugsum bara um okkur og hvað við getum. Við vitum alveg hvað við getum og nú eru þrír sigrar eftir," sagði hann. "Það er geggjað að vera Haukari í dag. Þetta er geggjuð afmælisgjöf fyrir Hauka. Þetta var markmiðið þegar Ívar tók við fyrir fjórum árum en við erum ekkert hættir. Okkur langar rosalega í þessa dollu og við gefum allt sem við getum í þetta," sagði Kári Jónsson.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum