Íslenski boltinn

KR-ingar æfa á Hlíðarenda og Valsmenn eru ánægðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar á æfingu í blíðunni á Hlíðarenda í dag.
KR-ingar á æfingu í blíðunni á Hlíðarenda í dag. Mynd/Knattspyrnufélagið Valur
Það styttist óðum í það að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist en fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar fer fram 1. til 2. maí eða og fyrsti leikurinn er því bara eftir nítján daga.

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum og spila undanúrslitaleikin á móti Keflavík á KR-gervigrasinu á föstudaginn.

Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., fagnar því að KR-liðið hafi fengið að æfa á Hlíðarenda í dag en Valsmenn settu nýtt og glæsilegt gervigras á heimavöllinn sinn síðasta haust.

Brynjar lítur á það sem hrós til Valsmanna að KR-ingar vilji æfa hjá þeim frekar en hjá sér að annarsstaðar í Reykjavík.

„Veit ekki hvort dæmi eru til um að það hafi gerst áður í sögu Vals að mfl. KR hafi æft á íþróttasvæði Vals. En allavega hefur það ekki gerst í seinni tíð og ánægjulegt að aðstaða okkar sé orðin slík að okkar helstu andstæðingar séu farnir að óska eftir að æfa hér á Hlíðarenda. Á myndinni má sjá svartklædda KR inga í blíðunni á Hlíðarenda," er haft eftir Brynjari Harðarsyni á fésbókarsíðu Knattspyrnufélagsins Vals.

Valsmenn eru sjálfir enn með í Lengjubikarnum og mæta Breiðablik í átta liða úrslitunum á fimmtudaginn en leikurinn fer einmitt fram á umræddu gervigrasi Valsmanna á Hlíðarenda.

"Veit ekki hvort dæmi eru til um að það hafi gerst áður í sögu Vals að mfl. KR hafi æft á íþróttasvæði Vals. En allavega...

Posted by Knattspyrnufélagið Valur on 12. apríl 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×