Hefði Ólafur Ragnar átt að undirrita þingrofsbeiðnina? Hildur Þórðardóttir skrifar 11. apríl 2016 22:32 Þar sem ég gef kost á mér til forseta, velti ég eðlilega fyrir mér viðbrögðum þess sem nú gegnir því embætti og hvað ég hefði gert í hans stöðu í síðustu viku. Við heyrðum bara aðra hlið málsins, þar sem núverandi forseti kvað þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð, hafa komið til Bessastaða með beiðni um þingrof í farteskinu og ætlað að nota hana til að þvinga fram stuðning hjá samstarfsflokknum. Það þarf klækjaref til að þekkja annan klækjaref. En var þetta raunin? Á kannski orðatiltækið „Margur heldur mig sig“ betur við, þar sem forsetinn ætlaði forsætisráðherranum eitthvað sem hann sjálfur hefði gert, en var kannski langt frá því sem ráðherrann sjálfur hugðist gera? Sigmundur hefur neitað að plaggið hafið verið meðferðis og án þess að bera í bætifláka fyrir hann getum við gefið okkur að það hafi verið fálmkennd viðbrögð manns eftir óþarflega opinbera niðurlægingu af hálfu læriföður. En í hverra þágu samþykkti forsetinn ekki þingrofsbeiðnina svo hægt væri að slíta þingi og boða til nýrra kosninga? Ekki í þágu fólksins sem var löngu hætt að styðja ríkisstjórnina og hafði í marga mánuði óskað eftir kosningum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í stjórnarskrármálinu. Ekki heldur til að stuðla að friði í samfélaginu, því nýja ríkisstjórnin vekur enn meiri ólgu og reiði meðal kjósenda. Og ekki í þágu stjórnarandstöðunnar sem var tilbúin með vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hverra erinda gengur þá forseti vor? Á forsetinn ekki að vera öryggisventill þjóðarinnar gagnvart Alþingi? Á forsetinn ekki einmitt að nýta þau úrræði sem hann hefur til að framfylgja ósk meirihluta þjóðarinnar? Að minnsta kosti þar til hin nýja stjórnarskrá verður samþykkt og þjóðin getur sjálf lagt fram frumvörp á Alþingi og þar með vantrauststillögur. Hvar var hollusta forseta nú gagnvart þjóðinni? Þessi hollusta sem hann sýndi svo berlega þegar hann bjargaði þjóðinni frá Icesave skuldinni. Er forsetinn kannski búinn að gleyma þjóðinni? Var sjónarspil forseta kannski einungis til þess fallið að upphefja sjálfan sig fyrir heimsbyggðinni á kostnað þáverandi forsætisráðherra með því að upplýsa um hina meintu refskák? Eða var það til að endurheimta traust þjóðarinnar þar sem hann lét sem hann hefði bjargað henni frá því að þurfa að fara í kosningar með svo stuttum fyrirvara? Ótti við hið óþekkta er þekkt stjórntæki hjá þeim sem vilja halda völdum. Þeir nýta sér ótta óbreyttra borgara við óvissuástand og snöggar breytingar því þeir vita ekki hvað þeir fá í staðinn. En það er oft þegar ráðamenn eru teknir í bólinu eins og nú að mestu umbæturnar eiga sér stað. Hvað hefði verið svona hræðilegt við að ganga til kosninga núna? Píratar hefðu líklega unnið stórsigur, nýja stjórnarskráin hefði þá komist í gegnum þingið og aftur hefði þurft að slíta þingi og boða til kosninga. Hefði það verið heimsendir? Aldeilis ekki. Landið hefði aldrei rekið stjórnlaust að feigðarósi þótt þing hefði verið rofið. Ráðuneytin geta vel starfað að sínum málum í nokkra mánuði án ráðherra enda hæft fólk þar innanborðs. Það hefði líka verið hægt að skipa fagráðherra á meðan kosningar væru undirbúnar. Kannski hefði verið kjörið tækifæri til að mynda þjóðstjórn. Í krísuástandi eins og nú virka þjóðstjórnir vel til að allir flokkar geti unnið saman að heill lands og þjóðar. Kannski vill núverandi forsetinn ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni því hann er mótfallinn hinni nýju stjórnarskrá sem skerðir vald hans. Kannski Guðni Th. leiði einhvern tímann sannleikann í ljós. Klækir, undirferli, baktjaldamakk, hroki, spilling, fals og óttastjórnun tilheyra fortíðinni. Manneskja getur verið góður forseti þótt hún sé ekki bragðarefur. Það er hægt að vera klár án þess að vera slóttugur og undirförull. Forseti á miklu frekar að endurspegla þá nýju tíma sem við siglum inn í. Vera sönn, heilsteypt, umburðarlynd og með heyrnina í lagi svo hún heyri í þjóðinni. Ég trúi því að við getum þróað hér lýðræðisríki þar sem ríkir gagnsæi, réttlæti, jöfnuður, samkennd og skilningur. Þar sem völdin eru hjá fólkinu og að lýðræði virkt á borði, ekki bara í orði. Okkur er smám saman að takast að stinga á kýlum spillingar, græðgi og sjálftöku og eftir því sem hreinsast út getum við byggt upp samfélag á trausti, heilindum, virðingu og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég gef kost á mér til forseta, velti ég eðlilega fyrir mér viðbrögðum þess sem nú gegnir því embætti og hvað ég hefði gert í hans stöðu í síðustu viku. Við heyrðum bara aðra hlið málsins, þar sem núverandi forseti kvað þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð, hafa komið til Bessastaða með beiðni um þingrof í farteskinu og ætlað að nota hana til að þvinga fram stuðning hjá samstarfsflokknum. Það þarf klækjaref til að þekkja annan klækjaref. En var þetta raunin? Á kannski orðatiltækið „Margur heldur mig sig“ betur við, þar sem forsetinn ætlaði forsætisráðherranum eitthvað sem hann sjálfur hefði gert, en var kannski langt frá því sem ráðherrann sjálfur hugðist gera? Sigmundur hefur neitað að plaggið hafið verið meðferðis og án þess að bera í bætifláka fyrir hann getum við gefið okkur að það hafi verið fálmkennd viðbrögð manns eftir óþarflega opinbera niðurlægingu af hálfu læriföður. En í hverra þágu samþykkti forsetinn ekki þingrofsbeiðnina svo hægt væri að slíta þingi og boða til nýrra kosninga? Ekki í þágu fólksins sem var löngu hætt að styðja ríkisstjórnina og hafði í marga mánuði óskað eftir kosningum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í stjórnarskrármálinu. Ekki heldur til að stuðla að friði í samfélaginu, því nýja ríkisstjórnin vekur enn meiri ólgu og reiði meðal kjósenda. Og ekki í þágu stjórnarandstöðunnar sem var tilbúin með vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hverra erinda gengur þá forseti vor? Á forsetinn ekki að vera öryggisventill þjóðarinnar gagnvart Alþingi? Á forsetinn ekki einmitt að nýta þau úrræði sem hann hefur til að framfylgja ósk meirihluta þjóðarinnar? Að minnsta kosti þar til hin nýja stjórnarskrá verður samþykkt og þjóðin getur sjálf lagt fram frumvörp á Alþingi og þar með vantrauststillögur. Hvar var hollusta forseta nú gagnvart þjóðinni? Þessi hollusta sem hann sýndi svo berlega þegar hann bjargaði þjóðinni frá Icesave skuldinni. Er forsetinn kannski búinn að gleyma þjóðinni? Var sjónarspil forseta kannski einungis til þess fallið að upphefja sjálfan sig fyrir heimsbyggðinni á kostnað þáverandi forsætisráðherra með því að upplýsa um hina meintu refskák? Eða var það til að endurheimta traust þjóðarinnar þar sem hann lét sem hann hefði bjargað henni frá því að þurfa að fara í kosningar með svo stuttum fyrirvara? Ótti við hið óþekkta er þekkt stjórntæki hjá þeim sem vilja halda völdum. Þeir nýta sér ótta óbreyttra borgara við óvissuástand og snöggar breytingar því þeir vita ekki hvað þeir fá í staðinn. En það er oft þegar ráðamenn eru teknir í bólinu eins og nú að mestu umbæturnar eiga sér stað. Hvað hefði verið svona hræðilegt við að ganga til kosninga núna? Píratar hefðu líklega unnið stórsigur, nýja stjórnarskráin hefði þá komist í gegnum þingið og aftur hefði þurft að slíta þingi og boða til kosninga. Hefði það verið heimsendir? Aldeilis ekki. Landið hefði aldrei rekið stjórnlaust að feigðarósi þótt þing hefði verið rofið. Ráðuneytin geta vel starfað að sínum málum í nokkra mánuði án ráðherra enda hæft fólk þar innanborðs. Það hefði líka verið hægt að skipa fagráðherra á meðan kosningar væru undirbúnar. Kannski hefði verið kjörið tækifæri til að mynda þjóðstjórn. Í krísuástandi eins og nú virka þjóðstjórnir vel til að allir flokkar geti unnið saman að heill lands og þjóðar. Kannski vill núverandi forsetinn ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni því hann er mótfallinn hinni nýju stjórnarskrá sem skerðir vald hans. Kannski Guðni Th. leiði einhvern tímann sannleikann í ljós. Klækir, undirferli, baktjaldamakk, hroki, spilling, fals og óttastjórnun tilheyra fortíðinni. Manneskja getur verið góður forseti þótt hún sé ekki bragðarefur. Það er hægt að vera klár án þess að vera slóttugur og undirförull. Forseti á miklu frekar að endurspegla þá nýju tíma sem við siglum inn í. Vera sönn, heilsteypt, umburðarlynd og með heyrnina í lagi svo hún heyri í þjóðinni. Ég trúi því að við getum þróað hér lýðræðisríki þar sem ríkir gagnsæi, réttlæti, jöfnuður, samkennd og skilningur. Þar sem völdin eru hjá fólkinu og að lýðræði virkt á borði, ekki bara í orði. Okkur er smám saman að takast að stinga á kýlum spillingar, græðgi og sjálftöku og eftir því sem hreinsast út getum við byggt upp samfélag á trausti, heilindum, virðingu og samkennd.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar