Dalglish um Hillsborough: Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 08:45 Kenny Dalglish minnist hinna 96 á Anfield. vísir/getty Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish. Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish.
Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira