Körfuboltakvöld: Hlynur Bærings var oft að hrósa honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 17:00 Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
"Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30
Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30
KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00
Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45