Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2016 18:45 Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf