Um lífsins óvissan tíma Andri Snær Magnason skrifar 22. apríl 2016 07:00 Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar