Um lífsins óvissan tíma Andri Snær Magnason skrifar 22. apríl 2016 07:00 Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun