Veistu ekki hver ég er? Þórlindur Kjartansson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun