Hvað tekur nú við hjá Conor? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2016 06:00 Conor McGregor. Vísir/Getty Írinn Conor McGregor kom heiminum á óvart á þriðjudagskvöldið þegar hann lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA. Flestir héldu að um grín væri að ræða en fljótlega kom þó í ljós að það var mikil alvara að baki þessum orðum. Fjórum tímar síðar kom Dana White, forseti UFC, í sjónvarpið og lýsti því yfir að UFC hefði ákveðið að draga Írann úr keppni í UFC 200. Ekki að hann yrði ekki með þar sem hann væri hættur. Sjá einnig: Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ástæðan sem UFC gaf var sú að Conor væri ekki á leiðinni til Las Vegas til þess að sinna skyldum sínum í vinnu á kynningarefni fyrir bardagakvöldið. Hann væri frekar á Íslandi að æfa. Þessi útskýring þykir ansi þunn og flestum ljóst að málið ristir dýpra en það. Flestir telja að McGregor og UFC séu í deilu vegna peninga. Hann er helsti gullkálfur sambandsins og færir UFC gríðarlegar tekjur. Hann vill væntanlega fá stærri hlut af kökunni en fékk ekki sitt fram, aldrei þessu vant, hjá UFC sem hefur hingað til látið allt eftir honum. UFC er aftur á móti þekkt fyrir að halda ansi fast um budduna. Svo hafa menn velt því upp að dauðsfallið á Írlandi fyrir rúmri viku hafi haft svo djúpstæð áhrif á Írann að hann hafi ákveðið að hætta. Í það minnsta tímabundið. Conor sat á fremsta bekk er Joao Carvalho tapaði fyrir liðsfélaga McGregors, Charlie Ward. Carvalho lést tæpum tveimur dögum síðar af höfuðmeiðslum. Sjá einnig: Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Það eina sem er ljóst er að Conor McGregor er hættur í MMA. Í það minnsta tímabundið. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hann nái sáttum við UFC sem tapar miklu á því að hafa hann á hlíðarlínunni. Þó svo Írinn segist vera hættur að keppa er hann ekki hættur að æfa. Hann kom til Íslands í upphafi vikunnar til þess að æfa með Gunnari Nelson en okkar maður berst í Rotterdam þann 8. maí næstkomandi. MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Fremsti MMA-blaðamaður heims fer yfir óvæntu tíðindin af Conor McGregor. 20. apríl 2016 10:30 Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20 Hér er Conor að æfa með Gunnari | Myndband Hætti í UFC í gær en æfði með Gunnari Nelson í Mjölni. 20. apríl 2016 18:17 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Írinn Conor McGregor kom heiminum á óvart á þriðjudagskvöldið þegar hann lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA. Flestir héldu að um grín væri að ræða en fljótlega kom þó í ljós að það var mikil alvara að baki þessum orðum. Fjórum tímar síðar kom Dana White, forseti UFC, í sjónvarpið og lýsti því yfir að UFC hefði ákveðið að draga Írann úr keppni í UFC 200. Ekki að hann yrði ekki með þar sem hann væri hættur. Sjá einnig: Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ástæðan sem UFC gaf var sú að Conor væri ekki á leiðinni til Las Vegas til þess að sinna skyldum sínum í vinnu á kynningarefni fyrir bardagakvöldið. Hann væri frekar á Íslandi að æfa. Þessi útskýring þykir ansi þunn og flestum ljóst að málið ristir dýpra en það. Flestir telja að McGregor og UFC séu í deilu vegna peninga. Hann er helsti gullkálfur sambandsins og færir UFC gríðarlegar tekjur. Hann vill væntanlega fá stærri hlut af kökunni en fékk ekki sitt fram, aldrei þessu vant, hjá UFC sem hefur hingað til látið allt eftir honum. UFC er aftur á móti þekkt fyrir að halda ansi fast um budduna. Svo hafa menn velt því upp að dauðsfallið á Írlandi fyrir rúmri viku hafi haft svo djúpstæð áhrif á Írann að hann hafi ákveðið að hætta. Í það minnsta tímabundið. Conor sat á fremsta bekk er Joao Carvalho tapaði fyrir liðsfélaga McGregors, Charlie Ward. Carvalho lést tæpum tveimur dögum síðar af höfuðmeiðslum. Sjá einnig: Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Það eina sem er ljóst er að Conor McGregor er hættur í MMA. Í það minnsta tímabundið. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hann nái sáttum við UFC sem tapar miklu á því að hafa hann á hlíðarlínunni. Þó svo Írinn segist vera hættur að keppa er hann ekki hættur að æfa. Hann kom til Íslands í upphafi vikunnar til þess að æfa með Gunnari Nelson en okkar maður berst í Rotterdam þann 8. maí næstkomandi.
MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Fremsti MMA-blaðamaður heims fer yfir óvæntu tíðindin af Conor McGregor. 20. apríl 2016 10:30 Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20 Hér er Conor að æfa með Gunnari | Myndband Hætti í UFC í gær en æfði með Gunnari Nelson í Mjölni. 20. apríl 2016 18:17 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25
Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36
Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28
Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Fremsti MMA-blaðamaður heims fer yfir óvæntu tíðindin af Conor McGregor. 20. apríl 2016 10:30
Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20
Hér er Conor að æfa með Gunnari | Myndband Hætti í UFC í gær en æfði með Gunnari Nelson í Mjölni. 20. apríl 2016 18:17
Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30
Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05
Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45
Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25