Uppfletting á gistingu í boði á Suðurlandi sýnir þó að ekki er um tæmandi yfirlit að ræða yfir gistingu á svæðinu.
Þá hefur heyrst af því að appið hafi komið að góðum notum hjá fólki á ferðalagi í Asíu, sem þegar á staðinn var komið gat fundið, með hjálp forritsins, næturdvöl á fimm stjörnu hóteli á gjafverði.
Appið er hægt að fá fyrir margvísleg snjalltæki og síma, hvort heldur tækin keyra á stýrikerfum frá Windows, Android eða Apple.
Umsagnir notenda í smáforritaverslun Android, Google Play, eru mestanpart jákvæðar, en þar fær appið 4,5 stjörnur af 5 mögulegum.
Í útgáfunni fyrir Windows-síma truflar helst að notendur þurfa að skrá sig inn í hvert sinn sem appið er ræst til þess að fá yfirlit yfir pantanasögu og síðustu aðgerðir.
