Nú má dómari gefa mönnum rautt spjald löngu fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2016 11:00 Garðar Örn Hinriksson hefur dæmt sinn síðasta leik. Vísir/Stefán Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira