Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:25 Conor McGregor er að æfa á Íslandi með Gunnari Nelson. Hvað gerir hann næst? vísir/getty Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. Það kvöld á að vera það stærsta í sögu UFC og Conor átti að vera aðalstjarnan á kvöldinu. Þá ætlaði hann að freista þess að ná fram hefndum gegn Nate Diaz.Sjá einnig: Conor segist vera hættur White sagði að UFC hefði ákveðið að taka Conor af kvöldinu þar sem hann var ekki til í að koma til Las Vegas á laugardag og taka þátt í að kynna kvöldið. Sérstök ástæða sem margir taka ekki fullgilda. Almennt er talið að málið risti enn dýpra og að það sé ósætti í gangi á milli Conor og UFC. Líklega snúist deila þeirra um peninga.Sjá einnig: Conor við íslenskan blaðamanna: I'm retired, fuck interviews White kom fram á SportsCenter á ESPN um fjórum tímum eftir að Conor tilkynnti að hann væri hættur. Þar tjáði hann heiminum tíðindin um UFC 200 og reyndi að tala vel um Írann.Conor eftir bardagann gegn Nate Diaz. Verður það hans síðasti bardagi á ferlinum?vísir/getty„Auðvitað er samband okkar við Conor enn gott. Ég ber virðingu fyrir Conor sem bardagamanni og líkar mjög vel við manninn. Það er samt ekki hægt að sleppa því að mæta á kynningarfundi þar sem á líka að taka upp kynningarefni. Menn verða að standa sína plikt,“ sagði White.Sjá einnig: Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor „Conor neitaði bara að koma og taka þátt í auglýsingatökum. Hann segist vera að æfa á Íslandi og geti því ekki komið.“ White sagði einnig að einum bardaga yrði bætt við UFC 200 út af þessum tíðindum. Nú vantar líka aðalbardaga fyrir kvöldið og aðalslúðrið er að Nate Diaz muni berjast við Georges St-Pierre sem hefur ekki barist síðan 2013. MMA Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. Það kvöld á að vera það stærsta í sögu UFC og Conor átti að vera aðalstjarnan á kvöldinu. Þá ætlaði hann að freista þess að ná fram hefndum gegn Nate Diaz.Sjá einnig: Conor segist vera hættur White sagði að UFC hefði ákveðið að taka Conor af kvöldinu þar sem hann var ekki til í að koma til Las Vegas á laugardag og taka þátt í að kynna kvöldið. Sérstök ástæða sem margir taka ekki fullgilda. Almennt er talið að málið risti enn dýpra og að það sé ósætti í gangi á milli Conor og UFC. Líklega snúist deila þeirra um peninga.Sjá einnig: Conor við íslenskan blaðamanna: I'm retired, fuck interviews White kom fram á SportsCenter á ESPN um fjórum tímum eftir að Conor tilkynnti að hann væri hættur. Þar tjáði hann heiminum tíðindin um UFC 200 og reyndi að tala vel um Írann.Conor eftir bardagann gegn Nate Diaz. Verður það hans síðasti bardagi á ferlinum?vísir/getty„Auðvitað er samband okkar við Conor enn gott. Ég ber virðingu fyrir Conor sem bardagamanni og líkar mjög vel við manninn. Það er samt ekki hægt að sleppa því að mæta á kynningarfundi þar sem á líka að taka upp kynningarefni. Menn verða að standa sína plikt,“ sagði White.Sjá einnig: Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor „Conor neitaði bara að koma og taka þátt í auglýsingatökum. Hann segist vera að æfa á Íslandi og geti því ekki komið.“ White sagði einnig að einum bardaga yrði bætt við UFC 200 út af þessum tíðindum. Nú vantar líka aðalbardaga fyrir kvöldið og aðalslúðrið er að Nate Diaz muni berjast við Georges St-Pierre sem hefur ekki barist síðan 2013.
MMA Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36
Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05