Fjárpökkun eða verðmætasköpun? Árni Páll Árnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun