Mannréttindi, börn og betra samfélag Páll Valur Björnsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun