Sport

Mayweather kom orðrómnum af stað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það yrðu einhver læti ef þessir tveir myndu slást.
Það yrðu einhver læti ef þessir tveir myndu slást. mynd/twitter
Boxarinn Floyd Mayweather neitar að útiloka þann möguleika að hann muni berjast gegn UFC-bardagakappanum Conor McGregor.

Sá orðrómur hefur verið í gangi síðustu daga að þeir ætli að mætast í hringnum. Conor hélt svo áfram að halda þessum orðrómi á lofti í gær með tísti sem má sjá hér að neðan.

Mayweather viðurkenndi um helgina að það hefði verið hann sem kom öllu af stað.

„Ég kom þessum orðrómi af stað. Kannski er þetta ekki orðrómur samt. Við gætum séð hnefaleikakappa gegn MMA-manni,“ sagði Mayweather sposkur. Heldur áfram að kynda undir sögusagnirnar.

Þarna erum við að tala um stærstu stjörnur sinna íþrótta. Þeir eiga það líka sameiginlegt að elska peninga og einhvers konar bardagi á milli þeirra myndi skila þeim gríðarlegum tekjum.

Mayweather hefur lagt hanskana á hilluna, syndir í seðlum en myndi líklega ekki slá hendinni á móti einum alvöru útborgunardegi í viðbót.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×