Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2016 09:00 Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun