Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld.
Gunnar átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins og fékk fyrir það rúmar sex milljónir króna í bónus. Ekki amalegt.
Alistair Overeem, Stefan Struve og Germaine de Randamie fengu sama bónus fyrir sína frammistöðu.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá náði Gunnar að klára Rússann Albert Tumenov með uppgjafartaki í annarri lotu.
Hann var þá búinn að leika sér að Rússanum og hafði mikla yfirburði allan tímann. Hans besta frammistaða í UFC að margra mati.

