Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 15:38 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira