Stjórnarskrá fyrir framtíðina Andri Snær Magnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun