Grýttur menntavegur Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2016 07:00 Menntun verður ekki frá okkur tekin. Hún er verðmæt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þess vegna er það alvarlegt ef færri fara í nám en þess óska eða ef menntun stæði aðeins þeim efnameiri til boða. Slík staða væri óásættanleg. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14 prósent á fimm ára tímabili. Kjör námsmanna versnuðu á sama tíma. Viðbrögð við fækkun nemenda hefðu átt að vera bætt kjör en ekki ákvarðanir um frekari skerðingu lána. Nú hefur LÍN uppfært framfærslugrunn námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2016-2017 og í sumum löndum lækkar hann um 20 prósent á næsta skólaári til viðbótar við 10 prósenta lækkun á árinu 2014. Afleiðingarnar verða þær að færri nemendur eiga möguleika á að sækja sér menntun erlendis. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka þeim Íslendingum sem bera hingað heim þekkingu og færni annarra þjóða?Fullorðnir námsmenn Ákvörðun um fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum varð til þess að þeir sem eru 25 ára eða eldri sækja síður um skólavist og telja sig ekki lengur velkomna í framhaldsskólana. Öll þekkjum við fólk sem hefur þurft að hætta námi vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra aðstæðna svo sem veikinda eða fjárskorts. Við þekkjum líka öll fólk sem hefur farið aftur í framhaldsskóla í heimahéraði sínu eftir slíkt hlé. Mörg þeirra voru orðin 25 ára og hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi og háskólaprófi í kjölfarið. Þau starfa um allt land, í leikskólum, grunnskólum, heilbrigðisstofnunum og tæknigreinum svo dæmi séu tekin. Landsbyggðin hefur treyst á menntun og störf þessara einstaklinga. Það er mikill missir fyrir einstaklingana sem hafa ekki tækifæri til að styrkja stöðu sína með öðrum hætti. Missirinn verður ekki síður mikill fyrir samfélagið í heild þegar litið er til framtíðar. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka faglærðu fólki á landsbyggðinni? Ríkisstjórnin hefur lagt stein í götu fólks sem vill afla sér menntunar. En það er stutt til kosninga! Þessu getum við jafnaðarmenn breytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Menntun verður ekki frá okkur tekin. Hún er verðmæt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þess vegna er það alvarlegt ef færri fara í nám en þess óska eða ef menntun stæði aðeins þeim efnameiri til boða. Slík staða væri óásættanleg. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14 prósent á fimm ára tímabili. Kjör námsmanna versnuðu á sama tíma. Viðbrögð við fækkun nemenda hefðu átt að vera bætt kjör en ekki ákvarðanir um frekari skerðingu lána. Nú hefur LÍN uppfært framfærslugrunn námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2016-2017 og í sumum löndum lækkar hann um 20 prósent á næsta skólaári til viðbótar við 10 prósenta lækkun á árinu 2014. Afleiðingarnar verða þær að færri nemendur eiga möguleika á að sækja sér menntun erlendis. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka þeim Íslendingum sem bera hingað heim þekkingu og færni annarra þjóða?Fullorðnir námsmenn Ákvörðun um fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum varð til þess að þeir sem eru 25 ára eða eldri sækja síður um skólavist og telja sig ekki lengur velkomna í framhaldsskólana. Öll þekkjum við fólk sem hefur þurft að hætta námi vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra aðstæðna svo sem veikinda eða fjárskorts. Við þekkjum líka öll fólk sem hefur farið aftur í framhaldsskóla í heimahéraði sínu eftir slíkt hlé. Mörg þeirra voru orðin 25 ára og hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi og háskólaprófi í kjölfarið. Þau starfa um allt land, í leikskólum, grunnskólum, heilbrigðisstofnunum og tæknigreinum svo dæmi séu tekin. Landsbyggðin hefur treyst á menntun og störf þessara einstaklinga. Það er mikill missir fyrir einstaklingana sem hafa ekki tækifæri til að styrkja stöðu sína með öðrum hætti. Missirinn verður ekki síður mikill fyrir samfélagið í heild þegar litið er til framtíðar. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka faglærðu fólki á landsbyggðinni? Ríkisstjórnin hefur lagt stein í götu fólks sem vill afla sér menntunar. En það er stutt til kosninga! Þessu getum við jafnaðarmenn breytt.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun