Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. maí 2016 22:42 Ferðamönnum hefur fjölgað ört síðastliðin ár. Vísir/Berglind „Ferðaþjónusta er sá atvinnuvegur sem er að skapa mestar gjaldeyristekjur fyrir okkur þannig að það er gríðarlega mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um ferðamenn og þeirra upplifun,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. Í gær var Ferðamannapúls Gallup, Isavia og Ferðamálastofu birtur í fyrsta sinn. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands. Almennt er mikil ánægja á meðal þeirra sem koma hingað, meðaleinkunnin var 85,8 af 100 í mars og 85,6 í febrúar. „Þetta verður gefið út mánaðarlega hér eftir,“ segir Einar. „Þessar upplýsingar eru gríðarlegar mikilvægar til að spá fyrir um framtíðina. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að koma aftur og segja frá því. Fjöldi ferðamanna og gjaldeyristekjur segja meira um fortíðina, þetta gefur meira til kynna hvað gerist í framtíðinni.“ „Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju, vegna álags á Leifsstöð og á ferðamannastöðunum. Þetta mun mælingin sýna okkur,“ segir Einar. Aðilum í ferðaþjónustu stendur einnig til boða að gera ítarlegar kannanir á sinni þjónustu þannig að þeir geti lagað þjónustuframboð að óskum ferðamanna. Ástralar voru ánægðastir samkvæmt púlsinum með 89,5, Svisslendingar voru næstánægðastir með 88,9 og Bandaríkjamenn með 88,4. Norðurlandaþjóðirnar væru hins vegar óánægðastar. „Það væri mjög áhugavert að sjá sambærilegar kannanir í öðrum löndum,“ segir Einar Einarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
„Ferðaþjónusta er sá atvinnuvegur sem er að skapa mestar gjaldeyristekjur fyrir okkur þannig að það er gríðarlega mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um ferðamenn og þeirra upplifun,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. Í gær var Ferðamannapúls Gallup, Isavia og Ferðamálastofu birtur í fyrsta sinn. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands. Almennt er mikil ánægja á meðal þeirra sem koma hingað, meðaleinkunnin var 85,8 af 100 í mars og 85,6 í febrúar. „Þetta verður gefið út mánaðarlega hér eftir,“ segir Einar. „Þessar upplýsingar eru gríðarlegar mikilvægar til að spá fyrir um framtíðina. Ánægðir viðskiptavinir eru líklegri til að koma aftur og segja frá því. Fjöldi ferðamanna og gjaldeyristekjur segja meira um fortíðina, þetta gefur meira til kynna hvað gerist í framtíðinni.“ „Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju, vegna álags á Leifsstöð og á ferðamannastöðunum. Þetta mun mælingin sýna okkur,“ segir Einar. Aðilum í ferðaþjónustu stendur einnig til boða að gera ítarlegar kannanir á sinni þjónustu þannig að þeir geti lagað þjónustuframboð að óskum ferðamanna. Ástralar voru ánægðastir samkvæmt púlsinum með 89,5, Svisslendingar voru næstánægðastir með 88,9 og Bandaríkjamenn með 88,4. Norðurlandaþjóðirnar væru hins vegar óánægðastar. „Það væri mjög áhugavert að sjá sambærilegar kannanir í öðrum löndum,“ segir Einar Einarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira