Framtíðarstjórnin Helgi Hjörvar skrifar 19. maí 2016 07:00 Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna. Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.Til lengri tíma Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.Brýnustu málin Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum. Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma. Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.Jöfnuður og réttlæti Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna. Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.Til lengri tíma Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.Brýnustu málin Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum. Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma. Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.Jöfnuður og réttlæti Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun