Einskiptisliðirnir hverfa og ósiðirnir haldast Skjóðan skrifar 18. maí 2016 10:10 Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka. Skjóðan Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka.
Skjóðan Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira