Einskiptisliðirnir hverfa og ósiðirnir haldast Skjóðan skrifar 18. maí 2016 10:10 Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka. Skjóðan Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka.
Skjóðan Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent