Hlutabréfaútboð – hvert skal stefna? Baldur Thorlacius skrifar 18. maí 2016 00:00 Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun