Hlutabréfaútboð – hvert skal stefna? Baldur Thorlacius skrifar 18. maí 2016 00:00 Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar