Ný stjórnarskrá Íslands skiptir miklu máli fyrir Evrópu (og heimsbyggð alla) Arne Hintz skrifar 17. maí 2016 00:00 Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brexit Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun