Jafnréttislög í 40 ár Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 17. maí 2016 00:00 Á fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó sumarið 1975 var samþykkt áskorun á þjóðir heims um að setja lög til að tryggja jafnrétti kvenna og karla. Þetta var árið þegar íslenskar konur vöktu heimsathygli með stórfundi á Lækjartorgi 24. október þar sem minnt var á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Íslenska ríkisstjórnin brást skjótt við og var þeim Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttarlögmanni og Hallgrími Dalberg ráðuneytisstjóra falið að semja frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla. Við endanlega afgreiðslu var nafni laganna breytt í lög um jafnrétti kvenna og karla og voru þau samþykkt 18. maí 1976. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Kveðið var á um launajafnrétti kynjanna, sömu möguleika á starfsframa, sinna átti jafnréttisfræðslu í skólum, niðrandi auglýsingar voru bannaðar og Jafnréttisráð var stofnað. Síðan hafa lögin verið endurskoðuð fjórum sinnum sem segir okkur hve ör þróunin hefur verið í málaflokknum og margt sem löggjafinn þurfti að taka á.Kvennaáratugurinn Árin frá 1976-1985 voru kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna. Mikið líf var í kvennahreyfingum og mörg ný mál komust á dagskrá, ekki síst ofbeldi gegn konum. Í kjölfar kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn 1980 var nefnd sett á laggir til að endurskoða jafnréttislögin. Hún skilaði býsna róttækum tillögum en áður en þær fengust ræddar féll ríkisstjórnin snemma árs 1983. Næsta stjórn hélt verkinu áfram en ansi margar tillagna fyrri nefndar voru strikaðar út, t.d. um jafnréttisnefndir sveitarfélaga, að bæði karl og kona yrðu tilnefnd til setu í nefndum o.fl.. Ný lög voru samþykkt 1985. Hert var á tilgangi laganna, nú átti að koma á jafnrétti kynjanna. Helstu nýmæli voru að sérstakar tímabundnar aðgerðir voru heimilaðar, ákvæði sett um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar og að ráðherra bæri að leggja fram skýrslu á tveggja ára fresti um stöðu og þróun jafnréttismála. Einnig var kveðið á um þá skyldu atvinnurekenda að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkuðust ekki í sértök kvenna- og karlastörf. Í skólum skyldi unnið að því að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla. Næsta endurskoðun fór fram eftir fimm ár og voru ný lög samþykkt 1991. Nú varð það líka skylda stéttarfélaga að vinna að kynjajafnrétti á vinnumarkaði, kærunefnd jafnréttismála var komið á fót, ákvæði kom inn um að hlutur kynjanna í nefndum skyldi vera sem jafnastur og sveitarfélög með 500 íbúa eða fleiri skyldu hafa jafnréttisnefnd. Jafnréttisráð skyldi halda jafnréttisþing að minnsta kosti á þriggja ára fresti. Með þessum lögum urðu atvinnurekendur að sýna fram á að annað en kynferði hefði ráðið við stöðuveitingu væri hún kærð. Hert var á ákvæðum um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú skyldi lögð fyrir Alþingi og endurskoðuð á tveggja ára fresti.Jafn réttur í hvívetna Árið 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Af því tilefni var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður og var þá samþykkt mikilvægt ákvæði um að konur og karlar skyldu njóta jafns réttar í hvívetna. Íslendingar fengu mikið hrós fyrir þessa samþykkt. Ári síðar boðuðu SÞ til kvennaráðstefnu í Kína. Þar var samþykkt yfirlýsing og framkvæmdaáætlun í tólf köflum kennd við Peking. Í kjölfarið þurfti að endurskoða jafnréttislögin og voru ný lög samþykkt árið 2000. Aðild Íslands að EES samningnum hafði líka áhrif á nýju lögin. Þessum lögum fylgdu verulegar breytingar. Lagt var til grundvallar að gæta skyldi jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins og unnið að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu (e. gender mainstreaming). Jafnréttisstofa var stofnuð og þar með skilið á milli hennar og Jafnréttisráðs sem áður hafði rekið skrifstofu jafnréttismála. Ráðuneyti skyldu hafa jafnréttisfulltrúa, fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri var skylt að gera jafnréttisáætlanir, ákvæði var sett um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynferðisleg áreitni var skilgreind og bönnuð, rannsóknir á stöðu kynjanna skyldu efldar og tölulegar upplýsingar greindar eftir kyni. Þá var sérstaklega nefnt að auka skyldi þátttöku karla í jafnréttisstarfi. Enn á ný var ákveðið að endurskoða lögin sem lauk með samþykkt nýrra laga 2008. Í fyrsta sinn voru ýmis hugtök skilgreind. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu var eflt og meðal nýrra verkefna hennar var að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig skyldi stofan vinna að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla. Jafnréttisstofa skyldi kalla inn jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana og fékk heimild til að beita dagsektum ef dráttur yrði á upplýsingagjöf. Jafnréttisþing voru tekin upp að nýju en þau féllu út úr lögunum árið 2000. Í fyrsta sinn var komið á kynjakvóta í öllum opinberum stjórnum, nefndum og ráðum. Álit kærunefndar jafnréttismála skyldu verða bindandi. Nánar var kveðið á um samþættingu kynjasjónarmiða inn í alla stefnumörkun og ákvarðanatöku. Þá var samþykkt að menntamálaráðuneytið skyldi ráða sérstakan jafnréttisráðgjafa og að jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna skyldu hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Inn í ákvæðið um vanvirðandi auglýsingar var bætt að þeir sem hönnuðu og birtu slíkar auglýsingar væru ábyrgir.Mikið verk að vinna Lögin frá 2008 eru enn í fullu gildi en það er eitt og annað sem kominn er tími á að skoða að nýju. Það er löngu tímabært að tryggja réttarvernd minnihlutahópa og samþykkja bann við mismunun á grundvelli annarra þátta en kyns, svo sem aldurs, fötlunar, kynhneigðar, trúar, uppruna o.fl. Ísland er eina ríkið í það minnsta innan EES svæðisins sem ekki hefur samþykkt slíkt bann. Þá þarf að koma hugtakinu margföld mismunun í lög hér á landi. Lög eru eitt, framkvæmd og hugarfar annað. Við eigum enn mikið verk að vinna við að breyta hugarfari, kveða niður kynbundið ofbeldi og breyta heftandi staðalímyndum. Endurreisa þarf fæðingarorlofskerfið og innleiða Istanbúlsamninginn gegn ofbeldi. Við verðum að tryggja að bæði konur og karlar komi að stjórn landsins og allri stefnumótun. Bæði kyn eiga að koma að rekstri fyrirtækja og stofnana og taka þátt í að semja um kaup og kjör. Síðast en ekki síst er mikilvægt að standa vörð um unnin réttindi, huga að þeim hópum sem eiga sér formælendur fáa, t.d. fátækar konur og erlendar konur og vinna að jöfnuði og jafnrétti fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó sumarið 1975 var samþykkt áskorun á þjóðir heims um að setja lög til að tryggja jafnrétti kvenna og karla. Þetta var árið þegar íslenskar konur vöktu heimsathygli með stórfundi á Lækjartorgi 24. október þar sem minnt var á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Íslenska ríkisstjórnin brást skjótt við og var þeim Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttarlögmanni og Hallgrími Dalberg ráðuneytisstjóra falið að semja frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla. Við endanlega afgreiðslu var nafni laganna breytt í lög um jafnrétti kvenna og karla og voru þau samþykkt 18. maí 1976. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Kveðið var á um launajafnrétti kynjanna, sömu möguleika á starfsframa, sinna átti jafnréttisfræðslu í skólum, niðrandi auglýsingar voru bannaðar og Jafnréttisráð var stofnað. Síðan hafa lögin verið endurskoðuð fjórum sinnum sem segir okkur hve ör þróunin hefur verið í málaflokknum og margt sem löggjafinn þurfti að taka á.Kvennaáratugurinn Árin frá 1976-1985 voru kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna. Mikið líf var í kvennahreyfingum og mörg ný mál komust á dagskrá, ekki síst ofbeldi gegn konum. Í kjölfar kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn 1980 var nefnd sett á laggir til að endurskoða jafnréttislögin. Hún skilaði býsna róttækum tillögum en áður en þær fengust ræddar féll ríkisstjórnin snemma árs 1983. Næsta stjórn hélt verkinu áfram en ansi margar tillagna fyrri nefndar voru strikaðar út, t.d. um jafnréttisnefndir sveitarfélaga, að bæði karl og kona yrðu tilnefnd til setu í nefndum o.fl.. Ný lög voru samþykkt 1985. Hert var á tilgangi laganna, nú átti að koma á jafnrétti kynjanna. Helstu nýmæli voru að sérstakar tímabundnar aðgerðir voru heimilaðar, ákvæði sett um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar og að ráðherra bæri að leggja fram skýrslu á tveggja ára fresti um stöðu og þróun jafnréttismála. Einnig var kveðið á um þá skyldu atvinnurekenda að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkuðust ekki í sértök kvenna- og karlastörf. Í skólum skyldi unnið að því að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla. Næsta endurskoðun fór fram eftir fimm ár og voru ný lög samþykkt 1991. Nú varð það líka skylda stéttarfélaga að vinna að kynjajafnrétti á vinnumarkaði, kærunefnd jafnréttismála var komið á fót, ákvæði kom inn um að hlutur kynjanna í nefndum skyldi vera sem jafnastur og sveitarfélög með 500 íbúa eða fleiri skyldu hafa jafnréttisnefnd. Jafnréttisráð skyldi halda jafnréttisþing að minnsta kosti á þriggja ára fresti. Með þessum lögum urðu atvinnurekendur að sýna fram á að annað en kynferði hefði ráðið við stöðuveitingu væri hún kærð. Hert var á ákvæðum um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú skyldi lögð fyrir Alþingi og endurskoðuð á tveggja ára fresti.Jafn réttur í hvívetna Árið 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Af því tilefni var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður og var þá samþykkt mikilvægt ákvæði um að konur og karlar skyldu njóta jafns réttar í hvívetna. Íslendingar fengu mikið hrós fyrir þessa samþykkt. Ári síðar boðuðu SÞ til kvennaráðstefnu í Kína. Þar var samþykkt yfirlýsing og framkvæmdaáætlun í tólf köflum kennd við Peking. Í kjölfarið þurfti að endurskoða jafnréttislögin og voru ný lög samþykkt árið 2000. Aðild Íslands að EES samningnum hafði líka áhrif á nýju lögin. Þessum lögum fylgdu verulegar breytingar. Lagt var til grundvallar að gæta skyldi jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins og unnið að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu (e. gender mainstreaming). Jafnréttisstofa var stofnuð og þar með skilið á milli hennar og Jafnréttisráðs sem áður hafði rekið skrifstofu jafnréttismála. Ráðuneyti skyldu hafa jafnréttisfulltrúa, fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri var skylt að gera jafnréttisáætlanir, ákvæði var sett um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynferðisleg áreitni var skilgreind og bönnuð, rannsóknir á stöðu kynjanna skyldu efldar og tölulegar upplýsingar greindar eftir kyni. Þá var sérstaklega nefnt að auka skyldi þátttöku karla í jafnréttisstarfi. Enn á ný var ákveðið að endurskoða lögin sem lauk með samþykkt nýrra laga 2008. Í fyrsta sinn voru ýmis hugtök skilgreind. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu var eflt og meðal nýrra verkefna hennar var að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig skyldi stofan vinna að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla. Jafnréttisstofa skyldi kalla inn jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana og fékk heimild til að beita dagsektum ef dráttur yrði á upplýsingagjöf. Jafnréttisþing voru tekin upp að nýju en þau féllu út úr lögunum árið 2000. Í fyrsta sinn var komið á kynjakvóta í öllum opinberum stjórnum, nefndum og ráðum. Álit kærunefndar jafnréttismála skyldu verða bindandi. Nánar var kveðið á um samþættingu kynjasjónarmiða inn í alla stefnumörkun og ákvarðanatöku. Þá var samþykkt að menntamálaráðuneytið skyldi ráða sérstakan jafnréttisráðgjafa og að jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna skyldu hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Inn í ákvæðið um vanvirðandi auglýsingar var bætt að þeir sem hönnuðu og birtu slíkar auglýsingar væru ábyrgir.Mikið verk að vinna Lögin frá 2008 eru enn í fullu gildi en það er eitt og annað sem kominn er tími á að skoða að nýju. Það er löngu tímabært að tryggja réttarvernd minnihlutahópa og samþykkja bann við mismunun á grundvelli annarra þátta en kyns, svo sem aldurs, fötlunar, kynhneigðar, trúar, uppruna o.fl. Ísland er eina ríkið í það minnsta innan EES svæðisins sem ekki hefur samþykkt slíkt bann. Þá þarf að koma hugtakinu margföld mismunun í lög hér á landi. Lög eru eitt, framkvæmd og hugarfar annað. Við eigum enn mikið verk að vinna við að breyta hugarfari, kveða niður kynbundið ofbeldi og breyta heftandi staðalímyndum. Endurreisa þarf fæðingarorlofskerfið og innleiða Istanbúlsamninginn gegn ofbeldi. Við verðum að tryggja að bæði konur og karlar komi að stjórn landsins og allri stefnumótun. Bæði kyn eiga að koma að rekstri fyrirtækja og stofnana og taka þátt í að semja um kaup og kjör. Síðast en ekki síst er mikilvægt að standa vörð um unnin réttindi, huga að þeim hópum sem eiga sér formælendur fáa, t.d. fátækar konur og erlendar konur og vinna að jöfnuði og jafnrétti fyrir alla.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun