Obama bauð Sigurð Inga velkominn á íslensku og grínaðist með #AskGuðmundur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:47 „Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Skjáskot „Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
„Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016
Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21
Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26