VG bætir við sig tæpum sex prósentum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2016 05:00 Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna tekur fylginu með ró. Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira